Segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 20:30 Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53