Segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 20:30 Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53