Þurfum að hafa kjark og þor til að taka á móti ungum leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2020 07:00 Óli Stefán Flóventsson á æfingasvæði KA. VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
„Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA
Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45
Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15
Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn