Sundlaugar opna nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar í tæpa tvo mánuði. Sundlaugar landsins lokuðu þann 23. mars síðastliðinn og hafa margir landsmenn beðið óþreyjufullur eftir því að geta farið aftur í sund.
Langar biðraðir af eftirvæntingarfullum sundlaugaiðkendum eru farnar að myndast fyrir utan sundlaugar höfuðborgarsvæðisins
Því var brugðið á það ráð að opna sundlaugar í Reykjavík nú á miðnætti til að svara eftirspurn borgarbúa. „Til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn ætlum við að opna allar laugarnar eina mínútu eftir miðnætti og hafa opið alla nóttina. Einhverjir verða þreyttir - en hreinir og glaðir - á mánudaginn,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrr í vikunni.


