UEFA með dag í huga fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 19:45 Enn á eftir að ljúka einvígi Real Madrid og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. VÍSIR/EPA UEFA er með áætlun sem gengur út á það að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þetta árið verði leikinn 29. ágúst. Þetta kemur fram í frétt BBC í kvöld. Þar segir að til standi að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fari fram 29. ágúst í Istanbúl en að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verði í Gdansk þremur dögum fyrr. UEFA hefur boðað til fundar í næstu viku, 23. apríl, þar sem rætt verður um hvernig best sé að ljúka mótum sem nú eru í bið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt BBC er líklegt að meðal annars verði ákveðið að leyfa deildum að blása keppni af án þess að öllum umferðum sé lokið. Hugmyndin er samt sem áður sú að stefnt verði að því að klára alla leiki og ljúka tímabilinu fyrir ágústlok. UEFA er með tvær leiðir í huga til að ljúka Meistaradeildinni. Annars vegar að spila 8-liða úrslitin og undanúrslitin með sama hætti og venjulega, tvo leiki á milli liða, í júlí og ágúst. Hins vegar að láta einn leik nægja í hverju einvígi og klára þannig mótið á styttri tíma, jafnvel með aðeins vikulöngu móti. Enn á reyndar eftir að klára fjögur einvígi í 16-liða úrslitum, til að mynda rimmu Manchester City og Real Madrid. Í Evrópudeildinni er dæmið enn snúnara því enn á eftir að klára öll einvígin í 16-liða úrslitum keppninnar. Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Tengdar fréttir Vonast til þess að klára Meistaradeildina á þremur vikum í ágúst UEFA gæti endað með því að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina á þriggja vikna tímabili í ágúst. Þetta eru nýjustu fréttirnar sem berast innan úr herbúðum UEFA en þar skoða menn allar mögulegar myndir Evrópukeppnanna þessa daganna. 12. apríl 2020 21:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
UEFA er með áætlun sem gengur út á það að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þetta árið verði leikinn 29. ágúst. Þetta kemur fram í frétt BBC í kvöld. Þar segir að til standi að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fari fram 29. ágúst í Istanbúl en að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verði í Gdansk þremur dögum fyrr. UEFA hefur boðað til fundar í næstu viku, 23. apríl, þar sem rætt verður um hvernig best sé að ljúka mótum sem nú eru í bið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt BBC er líklegt að meðal annars verði ákveðið að leyfa deildum að blása keppni af án þess að öllum umferðum sé lokið. Hugmyndin er samt sem áður sú að stefnt verði að því að klára alla leiki og ljúka tímabilinu fyrir ágústlok. UEFA er með tvær leiðir í huga til að ljúka Meistaradeildinni. Annars vegar að spila 8-liða úrslitin og undanúrslitin með sama hætti og venjulega, tvo leiki á milli liða, í júlí og ágúst. Hins vegar að láta einn leik nægja í hverju einvígi og klára þannig mótið á styttri tíma, jafnvel með aðeins vikulöngu móti. Enn á reyndar eftir að klára fjögur einvígi í 16-liða úrslitum, til að mynda rimmu Manchester City og Real Madrid. Í Evrópudeildinni er dæmið enn snúnara því enn á eftir að klára öll einvígin í 16-liða úrslitum keppninnar.
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Tengdar fréttir Vonast til þess að klára Meistaradeildina á þremur vikum í ágúst UEFA gæti endað með því að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina á þriggja vikna tímabili í ágúst. Þetta eru nýjustu fréttirnar sem berast innan úr herbúðum UEFA en þar skoða menn allar mögulegar myndir Evrópukeppnanna þessa daganna. 12. apríl 2020 21:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Vonast til þess að klára Meistaradeildina á þremur vikum í ágúst UEFA gæti endað með því að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina á þriggja vikna tímabili í ágúst. Þetta eru nýjustu fréttirnar sem berast innan úr herbúðum UEFA en þar skoða menn allar mögulegar myndir Evrópukeppnanna þessa daganna. 12. apríl 2020 21:00