Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 10. mars 2020 08:00 Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun