Keppni í skosku úrvalsdeildinni hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Celtic voru krýndir meistarar en Hearts fellur í B-deildina.
BREAKING: Celtic crowned Scottish Premiership champions for ninth successive season after SPFL opts to end 2019/20 campaign; Hearts are relegated to Championship
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 18, 2020
Farið var eftir stigum að meðaltali í leik til að ákveða lokastöðuna í deildinni. Celtic var með þrettán stiga á forskot á Rangers á toppi deildarinnar en hafði leikið einum leik meira. Celtic var með 2,7 stig að meðaltali í leik en Rangers 2,3.
Eina sem breyttist í stöðu liðanna frá því keppni í skosku úrvalsdeildinni var sett á ís 13. mars var að St Johnstone fór upp fyrir Hibernian í 6. sætið.
Þetta er níunda árið í röð sem Celtic verður Skotlandsmeistari. Liðið hefur alls 50 sinnum orðið skoskur meistari og nálgast met Rangers sem hefur 54 sinnum unnið deildina.