Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2020 12:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn verður á sínum stað á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37
Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44