Trump setur WHO afarkosti Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 06:50 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að Bandaríkin hætti fjárveitingum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. Þetta kemur fram í bréfi sem Trump sendi Tedros Ghebreyesus, yfirmanni WHO. Trump birti bréfið á Twitter-reikningi sínum í nótt. Þar sakar hann WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og lýsir yfir áhyggjum af „ískyggilegri vöntun á sjálfstæði“ stofnunarinnar frá Kína. This is the letter sent to Dr. Tedros of the World Health Organization. It is self-explanatory! pic.twitter.com/pF2kzPUpDv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 19, 2020 Forsetinn gagnrýnir WHO jafnframt harðlega fyrir það hvernig brugðist hefur verið við faraldrinum allt frá því hans varð fyrst vart í kínversku borginni Wuhan í desember. Þannig hafi stofnunin m.a. beðið með að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar að tilstuðlan Xi Jinping, forseta Kína. „Síendurtekin mistök“ stofnunarinnar undir stjórn Ghebreyesus hafi reynst heiminum „gríðarlega dýrkeypt“. Trump setur WHO að lokum afarkosti í bréfinu. Hann segir að stofnunin verði að sýna fram á að hún sé ekki undir járnhæl kínverskra stjórnvalda og gefur henni þrjátíu daga frest til að „bæta ráð sitt“, ellegar muni Bandaríkin hætta fjárframlögum til stofnunarinnar um ókomna tíð og jafnframt endurskoða aðild sína að henni. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.Vísir/EPA Trump stöðvaði tímabundið fjárveitingar til WHO 14. apríl síðastliðinn, að sögn vegna þess hvernig stofnunin tók á faraldrinum. Bandaríkin eru einn helsti bakhjarl stofnunarinnar en fjárveitingar ríkisins til hennar námu um tæplega 15 prósent af heildarframlögum í fyrra. Trump hefur margítrekað gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda, sem og WHO, við faraldrinum, einkum síðustu daga og vikur. Trump og stjórn hans hafa sjálf sætt mikilli gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á fyrr í vor. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að Bandaríkin hætti fjárveitingum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. Þetta kemur fram í bréfi sem Trump sendi Tedros Ghebreyesus, yfirmanni WHO. Trump birti bréfið á Twitter-reikningi sínum í nótt. Þar sakar hann WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og lýsir yfir áhyggjum af „ískyggilegri vöntun á sjálfstæði“ stofnunarinnar frá Kína. This is the letter sent to Dr. Tedros of the World Health Organization. It is self-explanatory! pic.twitter.com/pF2kzPUpDv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 19, 2020 Forsetinn gagnrýnir WHO jafnframt harðlega fyrir það hvernig brugðist hefur verið við faraldrinum allt frá því hans varð fyrst vart í kínversku borginni Wuhan í desember. Þannig hafi stofnunin m.a. beðið með að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar að tilstuðlan Xi Jinping, forseta Kína. „Síendurtekin mistök“ stofnunarinnar undir stjórn Ghebreyesus hafi reynst heiminum „gríðarlega dýrkeypt“. Trump setur WHO að lokum afarkosti í bréfinu. Hann segir að stofnunin verði að sýna fram á að hún sé ekki undir járnhæl kínverskra stjórnvalda og gefur henni þrjátíu daga frest til að „bæta ráð sitt“, ellegar muni Bandaríkin hætta fjárframlögum til stofnunarinnar um ókomna tíð og jafnframt endurskoða aðild sína að henni. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.Vísir/EPA Trump stöðvaði tímabundið fjárveitingar til WHO 14. apríl síðastliðinn, að sögn vegna þess hvernig stofnunin tók á faraldrinum. Bandaríkin eru einn helsti bakhjarl stofnunarinnar en fjárveitingar ríkisins til hennar námu um tæplega 15 prósent af heildarframlögum í fyrra. Trump hefur margítrekað gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda, sem og WHO, við faraldrinum, einkum síðustu daga og vikur. Trump og stjórn hans hafa sjálf sætt mikilli gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á fyrr í vor. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40
Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54