Sprenghlægileg kveðja Kára til Guðjóns: „Þessi maður er einstakur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 07:30 Kári Kristján sendir Guðjóni góða kveðju. vísir/s2s Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var einn þeirra sem sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af landsliðsferli Guðjóns í Seinni bylgjunni í síðustu viku. Margir landsliðsmenn og fyrrum samherjar Guðjóns sendu inn kveðjur í þáttinn þar sem þeir þökkuðu fyrrverandi landsliðsferlinum fyrir samveruna í landsliðinu. Kveðja Kára var í léttari kantinum og sagði Kári meðal annars frá því að fyrsta kærasta Guðjóns hafi verið Svíagrýlan. „Elska sig líka, vinur,“ sagði Guðjón Valur en Kári endaði á því að segja að Guðjón Valur væri einn besti leikmaður í sögu lýðveldisins og að hann elskaði hann. Guðjón lýsti svo vináttu sinni og Kára. „Ég veit ekki hvernig og afhverju við pössum saman. Það er með ólíkindum. Það er svo margt ólíkt í okkur en ákveðnir sterkir hlutir sem passa saman. Einhverntímann lenti okkur saman þegar hann var að koma inn í landsliðið. Það var útaf einhverju veseni sem gerðist erlendis hjá hans klúbb en þegar við náðum saman aftur er eins og það hafi ekki slitnað slefið á milli okkar.“ Guðjón Valur er einn eiganda pizzastaðsins Íslensku Flatbökunnar í Kópavogi og Kári þakkaði Guðjóni fyrir að kaupa þann stað fyrir sig. „Hann er alveg eins og heimalingur þegar hann kemur á Flatbökuna. Hann er eini gesturinn sem fær að labba um eldhúsið eins og starfsmaður. Þessi maður er einstakur. Hann er límið í landsliðinu oft á tíðum og einstaklega fyndinn og orðheppinn og að vel að orði farinn.“ Kári sagði einnig frá því í innslaginu að Guðjón Valur hafi kennt sér að drekka vatn og að borða ekki fimm Lion Bar á sama tíma. Guðjón Valur sagði eftir innslagið að þetta sé sönn saga en innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Kára Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Seinni bylgjan Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var einn þeirra sem sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af landsliðsferli Guðjóns í Seinni bylgjunni í síðustu viku. Margir landsliðsmenn og fyrrum samherjar Guðjóns sendu inn kveðjur í þáttinn þar sem þeir þökkuðu fyrrverandi landsliðsferlinum fyrir samveruna í landsliðinu. Kveðja Kára var í léttari kantinum og sagði Kári meðal annars frá því að fyrsta kærasta Guðjóns hafi verið Svíagrýlan. „Elska sig líka, vinur,“ sagði Guðjón Valur en Kári endaði á því að segja að Guðjón Valur væri einn besti leikmaður í sögu lýðveldisins og að hann elskaði hann. Guðjón lýsti svo vináttu sinni og Kára. „Ég veit ekki hvernig og afhverju við pössum saman. Það er með ólíkindum. Það er svo margt ólíkt í okkur en ákveðnir sterkir hlutir sem passa saman. Einhverntímann lenti okkur saman þegar hann var að koma inn í landsliðið. Það var útaf einhverju veseni sem gerðist erlendis hjá hans klúbb en þegar við náðum saman aftur er eins og það hafi ekki slitnað slefið á milli okkar.“ Guðjón Valur er einn eiganda pizzastaðsins Íslensku Flatbökunnar í Kópavogi og Kári þakkaði Guðjóni fyrir að kaupa þann stað fyrir sig. „Hann er alveg eins og heimalingur þegar hann kemur á Flatbökuna. Hann er eini gesturinn sem fær að labba um eldhúsið eins og starfsmaður. Þessi maður er einstakur. Hann er límið í landsliðinu oft á tíðum og einstaklega fyndinn og orðheppinn og að vel að orði farinn.“ Kári sagði einnig frá því í innslaginu að Guðjón Valur hafi kennt sér að drekka vatn og að borða ekki fimm Lion Bar á sama tíma. Guðjón Valur sagði eftir innslagið að þetta sé sönn saga en innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Kára Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira