Smærri fyrirtæki: Sjö leiðir til að forðast þrot Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2020 11:00 Atvinnurekendur standa frammi fyrir erfiðum áskorunum. Vísir/Getty Staðan er svipuð um allan heim: Fyrirtæki berjast í bökkum, stjórnvöld reyna að ráðast í aðgerðir og bjóða fram alls kyns úrræði og smátt og smátt er dregið úr höftum svo samfélag og atvinnulíf geti farið að aðlagast á ný. Þá er ferðaþjónustan að fara illa um allan heim og veitingastaðir, verslanir og fleiri tala um 50-75% tekjufall að meðaltali, hjá sumum blasir þrot nú þegar við á meðan aðrir reyna hvað þeir geta að snúa vörn í sókn. Karen Mills starfar hjá Harvard Business School í dag en veitti áður samtökum smærri fyrirtækja í Bandaríkjunum forstöðu og er einn þekktasti álitsgjafi fjölmiðla vestanhafs þegar kemur að rekstri smærri fyrirtækja. Í viðtali við CNBS gaf hún smærri fyrirtækjum eftirfarandi sjö ráð til að forðast þrot. Stjórnvöld og bankar Nýtið ykkur þau úrræði sem stjórnvöld bjóða upp á og eiga við og það sama gildir um banka fyrirtækisins. Skerið niður og endursemjið Yfirfarið alla kostnaðarliði, forgangsraðið þeim, skerið niður það sem er hægt að reynið að endursemja um lægra verð fyrir þá kostnaðarliði sem enn standa eftir. Innheimta Setjið aukinn kraft í að innheimta ef einhverjar kröfur eru útistandandi. Semjið um greiðsludreifingu frekar en að fá ekkert greitt ef þess þarf. Ef fyrirtæki eru með viðskiptavini sem eru líklegir til að geta inn á borgað fyrir verkefni þá er um að gera að nýta sér það, þó ekki væri nema til að létta á útlögðum kostnaði áður en verkefni eru innheimt að fullu. Lækkið launakostnað Þetta hljómar sem köld aðgerð enda eru uppsagnir erfiðar en þegar spurningin snýst um að bjarga fyrirtækinu eru uppsagnir oftast óhjákvæmilegar í einhverjum mæli. Hér er þó tilefni til að benda á að á Íslandi er hlutastarfaleiðin það úrræði sem flest fyrirtæki reyna að nýta. Aukið framleiðni Nú þarf að reyna að ná sem mestu út úr hverri vinnandi stund því öll vinna þarf að skila sér með eins mikilli framleiðni og kostur er. Að sögn Mills eru líkur á betri framleiðni ef unnið er í fámennum hópum í marga klukkustundir frekar en fjölmennum hópum í færri klukkustundir. Breytið pantana- og innkaupaverklagi Víða hafa fleiri en eigendur eða framkvæmdastjóri getað pantað inn vörur þegar þarf, til dæmis kaffi, salernispappír, skriffæri og fleira. Þá þarf oft að panta eða kaupa vörur í reikning til að fylgja eftir einhverjum verkefnum fyrir viðskiptavini. Til að halda öllum kostnaði í lágmarki er mælt með því að engin útgjöld verði leyfð án skriflegs samþykkis frá einum aðila. Þetta er talið geta lækkað kostnað um eitthvað en skert á allri yfirsýn yfir útgjöld, stór sem smá. Viðskiptavinurinn Að þjónusta viðskiptavini vel er alltaf markmið en aldrei jafn mikilvægt og nú þegar kreppir að. Á þessum tíma þarf markmiðið um mjög góða þjónustu að breytast í framúrskarandi þjónustu. Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Staðan er svipuð um allan heim: Fyrirtæki berjast í bökkum, stjórnvöld reyna að ráðast í aðgerðir og bjóða fram alls kyns úrræði og smátt og smátt er dregið úr höftum svo samfélag og atvinnulíf geti farið að aðlagast á ný. Þá er ferðaþjónustan að fara illa um allan heim og veitingastaðir, verslanir og fleiri tala um 50-75% tekjufall að meðaltali, hjá sumum blasir þrot nú þegar við á meðan aðrir reyna hvað þeir geta að snúa vörn í sókn. Karen Mills starfar hjá Harvard Business School í dag en veitti áður samtökum smærri fyrirtækja í Bandaríkjunum forstöðu og er einn þekktasti álitsgjafi fjölmiðla vestanhafs þegar kemur að rekstri smærri fyrirtækja. Í viðtali við CNBS gaf hún smærri fyrirtækjum eftirfarandi sjö ráð til að forðast þrot. Stjórnvöld og bankar Nýtið ykkur þau úrræði sem stjórnvöld bjóða upp á og eiga við og það sama gildir um banka fyrirtækisins. Skerið niður og endursemjið Yfirfarið alla kostnaðarliði, forgangsraðið þeim, skerið niður það sem er hægt að reynið að endursemja um lægra verð fyrir þá kostnaðarliði sem enn standa eftir. Innheimta Setjið aukinn kraft í að innheimta ef einhverjar kröfur eru útistandandi. Semjið um greiðsludreifingu frekar en að fá ekkert greitt ef þess þarf. Ef fyrirtæki eru með viðskiptavini sem eru líklegir til að geta inn á borgað fyrir verkefni þá er um að gera að nýta sér það, þó ekki væri nema til að létta á útlögðum kostnaði áður en verkefni eru innheimt að fullu. Lækkið launakostnað Þetta hljómar sem köld aðgerð enda eru uppsagnir erfiðar en þegar spurningin snýst um að bjarga fyrirtækinu eru uppsagnir oftast óhjákvæmilegar í einhverjum mæli. Hér er þó tilefni til að benda á að á Íslandi er hlutastarfaleiðin það úrræði sem flest fyrirtæki reyna að nýta. Aukið framleiðni Nú þarf að reyna að ná sem mestu út úr hverri vinnandi stund því öll vinna þarf að skila sér með eins mikilli framleiðni og kostur er. Að sögn Mills eru líkur á betri framleiðni ef unnið er í fámennum hópum í marga klukkustundir frekar en fjölmennum hópum í færri klukkustundir. Breytið pantana- og innkaupaverklagi Víða hafa fleiri en eigendur eða framkvæmdastjóri getað pantað inn vörur þegar þarf, til dæmis kaffi, salernispappír, skriffæri og fleira. Þá þarf oft að panta eða kaupa vörur í reikning til að fylgja eftir einhverjum verkefnum fyrir viðskiptavini. Til að halda öllum kostnaði í lágmarki er mælt með því að engin útgjöld verði leyfð án skriflegs samþykkis frá einum aðila. Þetta er talið geta lækkað kostnað um eitthvað en skert á allri yfirsýn yfir útgjöld, stór sem smá. Viðskiptavinurinn Að þjónusta viðskiptavini vel er alltaf markmið en aldrei jafn mikilvægt og nú þegar kreppir að. Á þessum tíma þarf markmiðið um mjög góða þjónustu að breytast í framúrskarandi þjónustu.
Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira