„Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. maí 2020 22:00 Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir marga undanfarið hafa haft samband til að ræða fjárhagsáhyggjur. Vísir/Sigurjón Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“ Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“
Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira