Segir rökin fyrir lokun ylstrandarinnar ekki halda vatni Andri Eysteinsson skrifar 19. maí 2020 19:49 Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur Stöð 2 Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þrátt fyrir að sundlaugar borgarinnar hafi opnað í gær. Þau svör hafa borist frá yfirvöldum að um sé að ræða tilmæli frá sóttvarnalækni þar sem nándin sé of mikil í sturtuklefum og pottum svæðisins. Stefnt er að því að opna sturtuklefana á mánudaginn næsta en vegna þess að enginn klór er í pottunum verða þeir enn lokaðir. Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir rökin fyrir áframhaldandi lokun svæðisins ekki halda vatni. „Það er ekki það að við getum ekki beðið í nokkrar vikur eftir því að pottarnir opni ef það varðar öryggi og heilsu fólks. Við teljum að þessi rök haldi ekki vatni, það er búið að opna Guðlaugu á Akranesi,“ sagði Herdís. Herdís segir þá að rekstrarfyrirkomulag Ylstrandarinnar sé úr sér gengið og kominn sé tími á breytingar. „Þessi rök miðast helst að rekstrarfyrirkomulagi þessarar aðstöðu sem við höfum gagnrýnt undanfarin ár. Hér hefur aðsókn aukist um 20% milli ára síðustu 5 ár. Þetta er löngu búið að springa utan af sér. Við viljum benda á að rekstrarfyrirkomulag sé sérstakt og það mætti endurskoða þetta í samvinnu við notendur,“ sagði Herdís. Spurð um viðbrögð við því að fyrirhugað sé að opna sturtuklefana í næstu viku sagði Herdís að þó að klefarnir væru litlir væri nándin ekki meiri en í öðrum klefum. „Þeir ætla að opna sturtuklefana, þeir fara einhvern veginn gegn sjálfum sér. Það er fínt,“ sagði Herdís í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þrátt fyrir að sundlaugar borgarinnar hafi opnað í gær. Þau svör hafa borist frá yfirvöldum að um sé að ræða tilmæli frá sóttvarnalækni þar sem nándin sé of mikil í sturtuklefum og pottum svæðisins. Stefnt er að því að opna sturtuklefana á mánudaginn næsta en vegna þess að enginn klór er í pottunum verða þeir enn lokaðir. Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir rökin fyrir áframhaldandi lokun svæðisins ekki halda vatni. „Það er ekki það að við getum ekki beðið í nokkrar vikur eftir því að pottarnir opni ef það varðar öryggi og heilsu fólks. Við teljum að þessi rök haldi ekki vatni, það er búið að opna Guðlaugu á Akranesi,“ sagði Herdís. Herdís segir þá að rekstrarfyrirkomulag Ylstrandarinnar sé úr sér gengið og kominn sé tími á breytingar. „Þessi rök miðast helst að rekstrarfyrirkomulagi þessarar aðstöðu sem við höfum gagnrýnt undanfarin ár. Hér hefur aðsókn aukist um 20% milli ára síðustu 5 ár. Þetta er löngu búið að springa utan af sér. Við viljum benda á að rekstrarfyrirkomulag sé sérstakt og það mætti endurskoða þetta í samvinnu við notendur,“ sagði Herdís. Spurð um viðbrögð við því að fyrirhugað sé að opna sturtuklefana í næstu viku sagði Herdís að þó að klefarnir væru litlir væri nándin ekki meiri en í öðrum klefum. „Þeir ætla að opna sturtuklefana, þeir fara einhvern veginn gegn sjálfum sér. Það er fínt,“ sagði Herdís í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira