Segir rökin fyrir lokun ylstrandarinnar ekki halda vatni Andri Eysteinsson skrifar 19. maí 2020 19:49 Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur Stöð 2 Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þrátt fyrir að sundlaugar borgarinnar hafi opnað í gær. Þau svör hafa borist frá yfirvöldum að um sé að ræða tilmæli frá sóttvarnalækni þar sem nándin sé of mikil í sturtuklefum og pottum svæðisins. Stefnt er að því að opna sturtuklefana á mánudaginn næsta en vegna þess að enginn klór er í pottunum verða þeir enn lokaðir. Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir rökin fyrir áframhaldandi lokun svæðisins ekki halda vatni. „Það er ekki það að við getum ekki beðið í nokkrar vikur eftir því að pottarnir opni ef það varðar öryggi og heilsu fólks. Við teljum að þessi rök haldi ekki vatni, það er búið að opna Guðlaugu á Akranesi,“ sagði Herdís. Herdís segir þá að rekstrarfyrirkomulag Ylstrandarinnar sé úr sér gengið og kominn sé tími á breytingar. „Þessi rök miðast helst að rekstrarfyrirkomulagi þessarar aðstöðu sem við höfum gagnrýnt undanfarin ár. Hér hefur aðsókn aukist um 20% milli ára síðustu 5 ár. Þetta er löngu búið að springa utan af sér. Við viljum benda á að rekstrarfyrirkomulag sé sérstakt og það mætti endurskoða þetta í samvinnu við notendur,“ sagði Herdís. Spurð um viðbrögð við því að fyrirhugað sé að opna sturtuklefana í næstu viku sagði Herdís að þó að klefarnir væru litlir væri nándin ekki meiri en í öðrum klefum. „Þeir ætla að opna sturtuklefana, þeir fara einhvern veginn gegn sjálfum sér. Það er fínt,“ sagði Herdís í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Þrjár í framboði formanns Félags hjúkrunarfræðinga Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Sjá meira
Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þrátt fyrir að sundlaugar borgarinnar hafi opnað í gær. Þau svör hafa borist frá yfirvöldum að um sé að ræða tilmæli frá sóttvarnalækni þar sem nándin sé of mikil í sturtuklefum og pottum svæðisins. Stefnt er að því að opna sturtuklefana á mánudaginn næsta en vegna þess að enginn klór er í pottunum verða þeir enn lokaðir. Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir rökin fyrir áframhaldandi lokun svæðisins ekki halda vatni. „Það er ekki það að við getum ekki beðið í nokkrar vikur eftir því að pottarnir opni ef það varðar öryggi og heilsu fólks. Við teljum að þessi rök haldi ekki vatni, það er búið að opna Guðlaugu á Akranesi,“ sagði Herdís. Herdís segir þá að rekstrarfyrirkomulag Ylstrandarinnar sé úr sér gengið og kominn sé tími á breytingar. „Þessi rök miðast helst að rekstrarfyrirkomulagi þessarar aðstöðu sem við höfum gagnrýnt undanfarin ár. Hér hefur aðsókn aukist um 20% milli ára síðustu 5 ár. Þetta er löngu búið að springa utan af sér. Við viljum benda á að rekstrarfyrirkomulag sé sérstakt og það mætti endurskoða þetta í samvinnu við notendur,“ sagði Herdís. Spurð um viðbrögð við því að fyrirhugað sé að opna sturtuklefana í næstu viku sagði Herdís að þó að klefarnir væru litlir væri nándin ekki meiri en í öðrum klefum. „Þeir ætla að opna sturtuklefana, þeir fara einhvern veginn gegn sjálfum sér. Það er fínt,“ sagði Herdís í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Þrjár í framboði formanns Félags hjúkrunarfræðinga Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Sjá meira