Segir rökin fyrir lokun ylstrandarinnar ekki halda vatni Andri Eysteinsson skrifar 19. maí 2020 19:49 Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur Stöð 2 Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þrátt fyrir að sundlaugar borgarinnar hafi opnað í gær. Þau svör hafa borist frá yfirvöldum að um sé að ræða tilmæli frá sóttvarnalækni þar sem nándin sé of mikil í sturtuklefum og pottum svæðisins. Stefnt er að því að opna sturtuklefana á mánudaginn næsta en vegna þess að enginn klór er í pottunum verða þeir enn lokaðir. Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir rökin fyrir áframhaldandi lokun svæðisins ekki halda vatni. „Það er ekki það að við getum ekki beðið í nokkrar vikur eftir því að pottarnir opni ef það varðar öryggi og heilsu fólks. Við teljum að þessi rök haldi ekki vatni, það er búið að opna Guðlaugu á Akranesi,“ sagði Herdís. Herdís segir þá að rekstrarfyrirkomulag Ylstrandarinnar sé úr sér gengið og kominn sé tími á breytingar. „Þessi rök miðast helst að rekstrarfyrirkomulagi þessarar aðstöðu sem við höfum gagnrýnt undanfarin ár. Hér hefur aðsókn aukist um 20% milli ára síðustu 5 ár. Þetta er löngu búið að springa utan af sér. Við viljum benda á að rekstrarfyrirkomulag sé sérstakt og það mætti endurskoða þetta í samvinnu við notendur,“ sagði Herdís. Spurð um viðbrögð við því að fyrirhugað sé að opna sturtuklefana í næstu viku sagði Herdís að þó að klefarnir væru litlir væri nándin ekki meiri en í öðrum klefum. „Þeir ætla að opna sturtuklefana, þeir fara einhvern veginn gegn sjálfum sér. Það er fínt,“ sagði Herdís í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þrátt fyrir að sundlaugar borgarinnar hafi opnað í gær. Þau svör hafa borist frá yfirvöldum að um sé að ræða tilmæli frá sóttvarnalækni þar sem nándin sé of mikil í sturtuklefum og pottum svæðisins. Stefnt er að því að opna sturtuklefana á mánudaginn næsta en vegna þess að enginn klór er í pottunum verða þeir enn lokaðir. Herdís Anna Þorvaldsdóttir formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir rökin fyrir áframhaldandi lokun svæðisins ekki halda vatni. „Það er ekki það að við getum ekki beðið í nokkrar vikur eftir því að pottarnir opni ef það varðar öryggi og heilsu fólks. Við teljum að þessi rök haldi ekki vatni, það er búið að opna Guðlaugu á Akranesi,“ sagði Herdís. Herdís segir þá að rekstrarfyrirkomulag Ylstrandarinnar sé úr sér gengið og kominn sé tími á breytingar. „Þessi rök miðast helst að rekstrarfyrirkomulagi þessarar aðstöðu sem við höfum gagnrýnt undanfarin ár. Hér hefur aðsókn aukist um 20% milli ára síðustu 5 ár. Þetta er löngu búið að springa utan af sér. Við viljum benda á að rekstrarfyrirkomulag sé sérstakt og það mætti endurskoða þetta í samvinnu við notendur,“ sagði Herdís. Spurð um viðbrögð við því að fyrirhugað sé að opna sturtuklefana í næstu viku sagði Herdís að þó að klefarnir væru litlir væri nándin ekki meiri en í öðrum klefum. „Þeir ætla að opna sturtuklefana, þeir fara einhvern veginn gegn sjálfum sér. Það er fínt,“ sagði Herdís í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira