Dana vandar fjölmiðlamönnum ekki kveðjurnar og hraunar yfir blaðamann New York Times Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 09:30 Dana White. vísir/getty Dana White, forseti UFC, hefur enn eina ferðina látið fjölmiðlamenn heyra það. Nú segir hann að ákveðnir fjölmiðlamenn hafi með ráðum reynt að skemma viðburði hans á síðustu vikum en þeir hafa verið umdeildir á tímum kórónuveirunnar. White var einn þeirra sem sagðist ætla að vera fyrstur til þess að koma íþróttum aftur á skjáinn eftir kórónuveiruna og hann stóð við það loforð en þrír UFC-viðburðir hafa farið fram í mánuðinum þrátt fyrir skrif ákveðinna fjölmiðlamanna. „Við vorum að reyna finna út úr því hvernig væri hægt að koma íþróttum aftur á skjáinn á sem öruggastan máta og leysa vandamálin sem voru þar að baki en fyrir hverja helgi voru svo margir miðlar, eins og New York Times, að reyna koma í veg fyrir að þetta myndi takast,“ sagði White í samtali við Hannity Show á Fox sjónvarpsstöðinni. 'We had so many trying to sabotage the events'Dana White slams UFC media as he labels New York Times reporter a 'd***head'https://t.co/QWd1Y2Oqk9— MailOnline Sport (@MailSport) May 19, 2020 Hann tekur þá sérstaklega Kevin Draper frá New York Times fyrir en hann tók viðtal við forseta ESPN á dögunum. ESPN sýnir frá bardögum UFC og er einn helsti styrktaraðili sambandsins. „Þessi gaur frá New York Times tók viðtal við forseta ESPN, Jimmy Pitaro, í 45 mínútur. Eyddi 45 mínútum af lífi sínu og hann vitnaði ekki einu sinni í hann. Veistu af hverju? Því þetta var of jákvætt.“ Endurkoma UFC tókst vel en einungis þurfti að blása einn bardaga af vegna kórónuveirunnar eftir að Jacare Souza og hans þjálfarar greindust með veiruna. Which main event was your favorite from Florida? pic.twitter.com/eMqcWZ4p2M— UFC (@ufc) May 19, 2020 MMA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Dana White, forseti UFC, hefur enn eina ferðina látið fjölmiðlamenn heyra það. Nú segir hann að ákveðnir fjölmiðlamenn hafi með ráðum reynt að skemma viðburði hans á síðustu vikum en þeir hafa verið umdeildir á tímum kórónuveirunnar. White var einn þeirra sem sagðist ætla að vera fyrstur til þess að koma íþróttum aftur á skjáinn eftir kórónuveiruna og hann stóð við það loforð en þrír UFC-viðburðir hafa farið fram í mánuðinum þrátt fyrir skrif ákveðinna fjölmiðlamanna. „Við vorum að reyna finna út úr því hvernig væri hægt að koma íþróttum aftur á skjáinn á sem öruggastan máta og leysa vandamálin sem voru þar að baki en fyrir hverja helgi voru svo margir miðlar, eins og New York Times, að reyna koma í veg fyrir að þetta myndi takast,“ sagði White í samtali við Hannity Show á Fox sjónvarpsstöðinni. 'We had so many trying to sabotage the events'Dana White slams UFC media as he labels New York Times reporter a 'd***head'https://t.co/QWd1Y2Oqk9— MailOnline Sport (@MailSport) May 19, 2020 Hann tekur þá sérstaklega Kevin Draper frá New York Times fyrir en hann tók viðtal við forseta ESPN á dögunum. ESPN sýnir frá bardögum UFC og er einn helsti styrktaraðili sambandsins. „Þessi gaur frá New York Times tók viðtal við forseta ESPN, Jimmy Pitaro, í 45 mínútur. Eyddi 45 mínútum af lífi sínu og hann vitnaði ekki einu sinni í hann. Veistu af hverju? Því þetta var of jákvætt.“ Endurkoma UFC tókst vel en einungis þurfti að blása einn bardaga af vegna kórónuveirunnar eftir að Jacare Souza og hans þjálfarar greindust með veiruna. Which main event was your favorite from Florida? pic.twitter.com/eMqcWZ4p2M— UFC (@ufc) May 19, 2020
MMA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira