Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 09:01 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA. Aðsend Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“, sem stjórnvöld ákváðu að ráðast í til landkynningar á Íslandi sem ferðamannastaðar á erlendum mörkuðum í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátakið. Tilkynnt var í síðustu viku að M&C Saatchi í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel hefði orðið hlutskörpust og hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum. Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja og lýstu forsvarsmenn Pipars yfir vonbrigðum með það að þetta stóra verkefni skyldi falla í skaut erlendrar stofu. Virðisaukaskattur og fjármálamisferli Í kæru Pipar, sem send er kærunefnd útboðsmála, er þess nú krafist að ákvörðun Ríkiskaupa um að ganga til samninga við M&C Saatchi vegna útboðsins sé felld úr gildi og að þess í stað verði gengið til samninga við Pipar. Þá heldur Pipar því fram í kærunni að M&C Saatchi þurfi ekki að borga virðisaukaskatt á Íslandi. Það þurfi Pipar hins vegar að gera og því hafi ekki verið gætt jafnræðis í útboðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum var farið fram á það við alla bjóðendur að verð væru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. M&C Saatchi er nú jafnframt viðfangsefni rannsóknar breska fjármálaeftirlitsins vegna rangfærslna í bókhaldi fyrirtækisins. Einn stofnanda fyrirtækisins auk fleiri stjórnanda hafa sagt starfi sínu lausu vegna málsins. Pipar gerir athugasemdir við þetta í kærunni og segir ljóst að M&C Saatchi geti varla talist uppfylla almennar reglur um fyrirtæki sem séu gjaldgeng til viðskiptasambanda í innkaupa- og útboðsferlum opinberra aðila. Þannig kunni að vera ástæða til að útiloka M&C Saatchi frá útboðsferlinu. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“, sem stjórnvöld ákváðu að ráðast í til landkynningar á Íslandi sem ferðamannastaðar á erlendum mörkuðum í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátakið. Tilkynnt var í síðustu viku að M&C Saatchi í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel hefði orðið hlutskörpust og hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum. Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja og lýstu forsvarsmenn Pipars yfir vonbrigðum með það að þetta stóra verkefni skyldi falla í skaut erlendrar stofu. Virðisaukaskattur og fjármálamisferli Í kæru Pipar, sem send er kærunefnd útboðsmála, er þess nú krafist að ákvörðun Ríkiskaupa um að ganga til samninga við M&C Saatchi vegna útboðsins sé felld úr gildi og að þess í stað verði gengið til samninga við Pipar. Þá heldur Pipar því fram í kærunni að M&C Saatchi þurfi ekki að borga virðisaukaskatt á Íslandi. Það þurfi Pipar hins vegar að gera og því hafi ekki verið gætt jafnræðis í útboðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum var farið fram á það við alla bjóðendur að verð væru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. M&C Saatchi er nú jafnframt viðfangsefni rannsóknar breska fjármálaeftirlitsins vegna rangfærslna í bókhaldi fyrirtækisins. Einn stofnanda fyrirtækisins auk fleiri stjórnanda hafa sagt starfi sínu lausu vegna málsins. Pipar gerir athugasemdir við þetta í kærunni og segir ljóst að M&C Saatchi geti varla talist uppfylla almennar reglur um fyrirtæki sem séu gjaldgeng til viðskiptasambanda í innkaupa- og útboðsferlum opinberra aðila. Þannig kunni að vera ástæða til að útiloka M&C Saatchi frá útboðsferlinu.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35
Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22
Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37