Ætluðu bara að opna matarvagn en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2020 11:00 Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin opnuðu veitingastaðinn Mosa á dögunum. Mynd/Aðsend Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður er opnaður á Akureyri, hvað þá í miðjum kórónuveirufaraldri, þegar almennt er verið að draga saman seglin á þessum markaði. Það stoppaði þó ekki veitingahjónin Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin í að opna veitingastaðinn Mosa um helgina. Þau ætluðu sér í fyrstu aðeins að opna matarvagn, en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal. Matarvagninn Mosi Streetfood var opnaður í byrjun mánaðar við Torfunefsbryggju, rétt hjá Menningarhúsinu Hofi. Í samtali við Veitingageirinn sagði Ingi að áherslan væri á svokallaðan „streetfood“ með „fine dining infusion“. Vatt hratt upp á sig Flestir myndu ef til vill láta sér nægja að byrja með matarvagninn en eftir óvænt símtal fyrir nokkrum vikum bættu þau við sig veitingastað, á Hótel Akureyri í miðbæ Akureyrar. „Þetta vatt rosalega hratt upp á sig. Við kaupum matarvagninn í febrúar og vorum að vinna í að koma honum í gang. Þegar allt var klárt og við ætluðum að opna hann og þá heyra þau í okkur frá Hótel Akureyri,“ segir Ingi Þór í samtali við Vísi. Var þetta óvænt símtal? „Alveg mjög, þetta var ekkert á prjónunum hjá okkur að opna stað. Þetta átti bara að vera lítill krúttlegur vagn sem endaði í 40 sæta veitingastað,“ segir Ingi Þór. Þau tóku sér smá stund til að hugsa málið en ákváðu að slá til þar sem hugmyndin um að reka veitingastað á hótelinu væri heillandi. Ingi Þór og Nikolina í matarvagninum.Mynd/Aðsend Ingi Þór og Nikolina kynntust þegar þau unnu saman á veitingastað. Dalvíkingurinn Ingi Þór er matreiðslumaður að mennt og aðspurður af hverju Akureyri hafi orðið fyrir valinu segir hann að þeim hafi einfaldlega vantað eitthvað að gera eftir að hafa komið heim úr ferðalögum í desember. En eins og fyrr segir var í fyrstu aðeins pælingin að opna matarvagn, enda ekki mikið um þá á Akureyri. „Ég bjó fyrir sunnan meðan ég var í náminu og ég smitaðist af þessu,“ segir Ingi Þór en á undanförnum árum hefur þar sprottið upp blómstrandi matarvagnamenning. Sú menning hefur ekki borist til Akureyrar. „Það er ekkert að frétta í þessum málum hérna á Akureyri,“ segir Ingi Þór og því var ákveðið að opna matarvagninn, og svo veitingastaðinn líka. Maturinn á boðstólnum kemur víða að. „Konseptið er mjög vítt, við ferðuðumst rosalgea mikið og við erum að taka rétti sem okkur fannst góðir. Við erum með rétt á seðli núna frá Serbíu, Marókko, Mexíkó,“ segir Ingi Þór og bætir við að viðtökurnar hafi verið rosalega góðar frá því að matarvagninn opnaði, og ekki síðri eftir að veitingastaðurinn opnaði um helgina. „Eina vesenið var að það var ekki nóg af sætum,“ segir Ingi Þór. Matarvagninn er rétt hjá Hofi.Mynd/Aðsend Það vekur óneitanlega athygli að veitingastaðurinn er að opna í miðjum heimsfaraldri. ferðamenn, sem eru stór hluti af viðskiptavinum veitingastaða Akureyrar eru fáir á svæðinu og veitingastaður og hótel eru frekar að draga saman seglin í rekstrinum, fremur en að bæta í. „Ég er búinn að heyra frá nokkuð mörgum að við séum þokkalega djörf,“ segir Ingi Þór og hlær. Blaðamanni heyrist á honum að hann sé hvergi banginn, markmiðið nú sé að stíla á heimamenn og aðra Íslendinga, ferðamennirnir komi bara þegar þeir koma. „Það eru allir orðnir þreyttir á að hanga heima,“ segir Ingi Þór og reiknar með því að heimamenn séu þyrstir í að prófa eitthvað nýtt. Veitingastaðurinn er staðsettur á Hótel Akureyri, skammt frá Samkomuhúsinu.Mynd/Ja.is Akureyri Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður er opnaður á Akureyri, hvað þá í miðjum kórónuveirufaraldri, þegar almennt er verið að draga saman seglin á þessum markaði. Það stoppaði þó ekki veitingahjónin Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin í að opna veitingastaðinn Mosa um helgina. Þau ætluðu sér í fyrstu aðeins að opna matarvagn, en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal. Matarvagninn Mosi Streetfood var opnaður í byrjun mánaðar við Torfunefsbryggju, rétt hjá Menningarhúsinu Hofi. Í samtali við Veitingageirinn sagði Ingi að áherslan væri á svokallaðan „streetfood“ með „fine dining infusion“. Vatt hratt upp á sig Flestir myndu ef til vill láta sér nægja að byrja með matarvagninn en eftir óvænt símtal fyrir nokkrum vikum bættu þau við sig veitingastað, á Hótel Akureyri í miðbæ Akureyrar. „Þetta vatt rosalega hratt upp á sig. Við kaupum matarvagninn í febrúar og vorum að vinna í að koma honum í gang. Þegar allt var klárt og við ætluðum að opna hann og þá heyra þau í okkur frá Hótel Akureyri,“ segir Ingi Þór í samtali við Vísi. Var þetta óvænt símtal? „Alveg mjög, þetta var ekkert á prjónunum hjá okkur að opna stað. Þetta átti bara að vera lítill krúttlegur vagn sem endaði í 40 sæta veitingastað,“ segir Ingi Þór. Þau tóku sér smá stund til að hugsa málið en ákváðu að slá til þar sem hugmyndin um að reka veitingastað á hótelinu væri heillandi. Ingi Þór og Nikolina í matarvagninum.Mynd/Aðsend Ingi Þór og Nikolina kynntust þegar þau unnu saman á veitingastað. Dalvíkingurinn Ingi Þór er matreiðslumaður að mennt og aðspurður af hverju Akureyri hafi orðið fyrir valinu segir hann að þeim hafi einfaldlega vantað eitthvað að gera eftir að hafa komið heim úr ferðalögum í desember. En eins og fyrr segir var í fyrstu aðeins pælingin að opna matarvagn, enda ekki mikið um þá á Akureyri. „Ég bjó fyrir sunnan meðan ég var í náminu og ég smitaðist af þessu,“ segir Ingi Þór en á undanförnum árum hefur þar sprottið upp blómstrandi matarvagnamenning. Sú menning hefur ekki borist til Akureyrar. „Það er ekkert að frétta í þessum málum hérna á Akureyri,“ segir Ingi Þór og því var ákveðið að opna matarvagninn, og svo veitingastaðinn líka. Maturinn á boðstólnum kemur víða að. „Konseptið er mjög vítt, við ferðuðumst rosalgea mikið og við erum að taka rétti sem okkur fannst góðir. Við erum með rétt á seðli núna frá Serbíu, Marókko, Mexíkó,“ segir Ingi Þór og bætir við að viðtökurnar hafi verið rosalega góðar frá því að matarvagninn opnaði, og ekki síðri eftir að veitingastaðurinn opnaði um helgina. „Eina vesenið var að það var ekki nóg af sætum,“ segir Ingi Þór. Matarvagninn er rétt hjá Hofi.Mynd/Aðsend Það vekur óneitanlega athygli að veitingastaðurinn er að opna í miðjum heimsfaraldri. ferðamenn, sem eru stór hluti af viðskiptavinum veitingastaða Akureyrar eru fáir á svæðinu og veitingastaður og hótel eru frekar að draga saman seglin í rekstrinum, fremur en að bæta í. „Ég er búinn að heyra frá nokkuð mörgum að við séum þokkalega djörf,“ segir Ingi Þór og hlær. Blaðamanni heyrist á honum að hann sé hvergi banginn, markmiðið nú sé að stíla á heimamenn og aðra Íslendinga, ferðamennirnir komi bara þegar þeir koma. „Það eru allir orðnir þreyttir á að hanga heima,“ segir Ingi Þór og reiknar með því að heimamenn séu þyrstir í að prófa eitthvað nýtt. Veitingastaðurinn er staðsettur á Hótel Akureyri, skammt frá Samkomuhúsinu.Mynd/Ja.is
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent