Hamfarahlýnun spyr hvorki kóng né prest Bjarni Halldór Janusson skrifar 20. maí 2020 10:30 Tíminn stendur ekki í stað þó við séum önnum kafin. Loftslagsvandinn hverfur ekki þó við séum annars upptekin við það að þróa bóluefni og leita viðeigandi lausna gegn veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Það er skiljanlegt að heimsbyggðin leiti nú allra leiða til að koma í veg fyrir enn meiri útbreiðslu veirunnar, en umhverfis- og loftslagsmálin mega þó ekki sitja á hakanum. Við ættum kannski að heyja stríð við hamfarahlýnun rétt eins og við eigum í stríði við smitsjúkdóma – eða mögulega er vandamálið það hvað við erum upptekin af því að lýsa yfir stríði gegn hinum og þessum vandamálum, en oftast án raunverulegs metnaðar eða nokkurs árangurs. Þá væru svo sem aðrar myndlíkingar sem ættu líklega betur við, því stríð eru sjaldnast réttlætanleg og valda gjarnan meiri deilum og alvarlegri vandamálum en ella. En vissulega er um hamfarir að ræða. Loftslagsbreytingarnar sem standa nú yfir eru þegar farnar að hrjá lífríki jarðar og ógna skilyrðum til lífs með alvarlegum hætti, sem þær munu að óbreyttu gera um ókomna tíð. Síðustu ár hafa verið þau heitustu frá upphafi mælinga og samhliða hækkandi hitastigi jarðar verða skógareldar og þurrkar tíðari og alvarlegri en nokkurn tímann fyrr í sögu mannsins, auk þess sem fellibyljum og flóðum fjölgar með tilfinnanlegum hætti fyrir dýraríkið og samfélög manna víðsvegar um heiminn. Raunar hefur fellibyljum, hitabylgjum og þurrkum fjölgað um allt að helming á síðastliðnum árum. Veðurhamfarir ár hvert draga þúsundir manna til dauða og valda neyðarástandi fyrir milljónir manna um allan heim. Fæðuöryggi manna er ógnað allverulega og geta okkar til að brauðfæða íbúa jarðar líður fyrir vikið. Áætlað er að fjórða hvert mannsbarn líði vatnsskort eftir tuttugu ár og talið er að fæðan sem annars skemmist af völdum árlegra þurrka geti útvegað daglega fæðu fyrir allt að 80 milljón manns. Þá er fjöldi dýrategunda í útrýmingarhættu, þar á meðal þriðja hver skordýrategund jarðar, og allt að helmingur allra landdýra í Afríku er í verulegri hættu verði ekki gripið til ráðstafana. Hamfarahlýnun af mannavöldum er helsti orsakavaldurinn, en hvers kyns mengun og skógareyðing manna ógnar dýraríki og náttúru jarðar enn frekar. Yfirborð sjávar hækkar þar sem hafís og jöklar bráðna á methraða og losun á koltvísýringi hefur hækkað sýrustig hafsins svo að fjölda lífvera þar er ógnað. Fátækt og eymd eykst fyrir vikið, hungursneyðir verða enn alvarlegri, og auknar líkur verða á útbreiðslu smitsjúkdóma eftir því sem skógareyðing eykst og lífríki jarðar er ógnað. Mannfólk neyðist til að yfirgefa heimabyggðir sínar og mannkynið þarf að bera fjölda fólks til grafar. Hamfarahlýnun veldur eyðileggingu og ofbeldi víðsvegar um heiminn. Áhrifanna gætir nú þegar og munu þau versna á næstu árum og áratugum þegar meðalhitastig jarðar hækkar enn frekar. Þó að staðan sé nú þegar grafalvarleg, þá verður hún enn alvarlegri fyrir framtíðarkynslóðir. Verði ekki gripið til viðeigandi aðgerða munu grundvallarbreytingar eiga sér stað á jörðinni, loftslagi hennar og vistkerfum – og alls ekki til hins góða. Þær hamfarir hlífa engum. Ekkert og enginn kemst undan; ekki nokkurt land, ekki nokkur mannvera, ekki nokkur lífvera. Sumir aðlagast þó betur en aðrir, sem er raunar lítið fagnaðarefni, því það eru helst dýrategundir í útrýmingarhættu, jaðarhópar og íbúar fátækra ríkja sem verða fyrir mestum skaða á næstu árum og áratugum. Næstu ár verða ekki eingöngu prófraun á skynsemi og sjálfsbjargarviðleitni manna, því næstu ár munu einnig reyna á siðferðislegar skyldur og segja til um siðferðilegt ágæti okkar (sjá fyrri pistil). Það hvernig samfélagið kemur fram við hina verst stöddu segir býsna mikið um ágæti þess. Alheimssamfélagið er skuldbundið til að bregðast við loftslagsvandanum og vestrænum velmegunarríkjum ber skylda til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að hlífa framtíðarkynslóðum sem og jörðinni allri frá hamförum af þessu tagi. Okkur ber skylda til að takast á við stærstu ógn okkar tíma og þar geta allir gert betur. Í ljósi þess hve mikið er í húfi er réttmæt krafa að mannsamfélagið geri betur, því hér er ekki um staðbundið stríð eða tímabundið vandamál að ræða. Því lengur sem við látum loftslags- og umhverfismál sitja á hakanum, því alvarlegri verða afleiðingarnar síðar meir. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Loftslagsmál Bjarni Halldór Janusson Hamfarahlýnun Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Tíminn stendur ekki í stað þó við séum önnum kafin. Loftslagsvandinn hverfur ekki þó við séum annars upptekin við það að þróa bóluefni og leita viðeigandi lausna gegn veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Það er skiljanlegt að heimsbyggðin leiti nú allra leiða til að koma í veg fyrir enn meiri útbreiðslu veirunnar, en umhverfis- og loftslagsmálin mega þó ekki sitja á hakanum. Við ættum kannski að heyja stríð við hamfarahlýnun rétt eins og við eigum í stríði við smitsjúkdóma – eða mögulega er vandamálið það hvað við erum upptekin af því að lýsa yfir stríði gegn hinum og þessum vandamálum, en oftast án raunverulegs metnaðar eða nokkurs árangurs. Þá væru svo sem aðrar myndlíkingar sem ættu líklega betur við, því stríð eru sjaldnast réttlætanleg og valda gjarnan meiri deilum og alvarlegri vandamálum en ella. En vissulega er um hamfarir að ræða. Loftslagsbreytingarnar sem standa nú yfir eru þegar farnar að hrjá lífríki jarðar og ógna skilyrðum til lífs með alvarlegum hætti, sem þær munu að óbreyttu gera um ókomna tíð. Síðustu ár hafa verið þau heitustu frá upphafi mælinga og samhliða hækkandi hitastigi jarðar verða skógareldar og þurrkar tíðari og alvarlegri en nokkurn tímann fyrr í sögu mannsins, auk þess sem fellibyljum og flóðum fjölgar með tilfinnanlegum hætti fyrir dýraríkið og samfélög manna víðsvegar um heiminn. Raunar hefur fellibyljum, hitabylgjum og þurrkum fjölgað um allt að helming á síðastliðnum árum. Veðurhamfarir ár hvert draga þúsundir manna til dauða og valda neyðarástandi fyrir milljónir manna um allan heim. Fæðuöryggi manna er ógnað allverulega og geta okkar til að brauðfæða íbúa jarðar líður fyrir vikið. Áætlað er að fjórða hvert mannsbarn líði vatnsskort eftir tuttugu ár og talið er að fæðan sem annars skemmist af völdum árlegra þurrka geti útvegað daglega fæðu fyrir allt að 80 milljón manns. Þá er fjöldi dýrategunda í útrýmingarhættu, þar á meðal þriðja hver skordýrategund jarðar, og allt að helmingur allra landdýra í Afríku er í verulegri hættu verði ekki gripið til ráðstafana. Hamfarahlýnun af mannavöldum er helsti orsakavaldurinn, en hvers kyns mengun og skógareyðing manna ógnar dýraríki og náttúru jarðar enn frekar. Yfirborð sjávar hækkar þar sem hafís og jöklar bráðna á methraða og losun á koltvísýringi hefur hækkað sýrustig hafsins svo að fjölda lífvera þar er ógnað. Fátækt og eymd eykst fyrir vikið, hungursneyðir verða enn alvarlegri, og auknar líkur verða á útbreiðslu smitsjúkdóma eftir því sem skógareyðing eykst og lífríki jarðar er ógnað. Mannfólk neyðist til að yfirgefa heimabyggðir sínar og mannkynið þarf að bera fjölda fólks til grafar. Hamfarahlýnun veldur eyðileggingu og ofbeldi víðsvegar um heiminn. Áhrifanna gætir nú þegar og munu þau versna á næstu árum og áratugum þegar meðalhitastig jarðar hækkar enn frekar. Þó að staðan sé nú þegar grafalvarleg, þá verður hún enn alvarlegri fyrir framtíðarkynslóðir. Verði ekki gripið til viðeigandi aðgerða munu grundvallarbreytingar eiga sér stað á jörðinni, loftslagi hennar og vistkerfum – og alls ekki til hins góða. Þær hamfarir hlífa engum. Ekkert og enginn kemst undan; ekki nokkurt land, ekki nokkur mannvera, ekki nokkur lífvera. Sumir aðlagast þó betur en aðrir, sem er raunar lítið fagnaðarefni, því það eru helst dýrategundir í útrýmingarhættu, jaðarhópar og íbúar fátækra ríkja sem verða fyrir mestum skaða á næstu árum og áratugum. Næstu ár verða ekki eingöngu prófraun á skynsemi og sjálfsbjargarviðleitni manna, því næstu ár munu einnig reyna á siðferðislegar skyldur og segja til um siðferðilegt ágæti okkar (sjá fyrri pistil). Það hvernig samfélagið kemur fram við hina verst stöddu segir býsna mikið um ágæti þess. Alheimssamfélagið er skuldbundið til að bregðast við loftslagsvandanum og vestrænum velmegunarríkjum ber skylda til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að hlífa framtíðarkynslóðum sem og jörðinni allri frá hamförum af þessu tagi. Okkur ber skylda til að takast á við stærstu ógn okkar tíma og þar geta allir gert betur. Í ljósi þess hve mikið er í húfi er réttmæt krafa að mannsamfélagið geri betur, því hér er ekki um staðbundið stríð eða tímabundið vandamál að ræða. Því lengur sem við látum loftslags- og umhverfismál sitja á hakanum, því alvarlegri verða afleiðingarnar síðar meir. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun