19 dagar í Pepsi Max: Bjarni Guðjóns sá yngsti til að skora tíu mörk fyrir Íslandsmeistaralið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 12:00 Bjarni Guðjónsson fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 1996 á tveimur myndum í á síðum DV en þetta er úrklippa úr mánudagsblaðinu 30. september 1996. Að ofan er hann með föður sínum og þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni en að neðan með liðsfélögum sínum. Skjámynd/Úrklippa úr DV Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira