Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Víkingar urðu bikarmeistarar á síðasta tímabili og vilja hamra járnið meðan það er heitt og stefna hátt. Víkingur hefur haldið áfram að bæta við sig ungum og spennandi leikmönnum og þá er Ingvar Jónsson kominn í markið og Kári Árnason verður núna allt tímabilið með liðinu. Leikstíll Víkinga er áferðafagur og skilaði bikarmeistaratitli í fyrra. Víkingar vonast til að hann skili þeim stærsta, sjálfum Íslandsmeistaratitlinum, í sumar. Eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar í eitt ár var Arnar Gunnlaugsson ráðinn þjálfari Víkings eftir tímabilið 2018. Hann gerði góða hluti með Víking í fyrra og mikil ánægja er með hans störf í Fossvoginum. Arnar þjálfaði ÍA í tvígang með tvíburabróður sínum, Bjarka, og var svo aðstoðarþjálfari hjá KR um tíma. Víkingur í Reykjavik 5 Íslandsmeistaratitlar 2 bikarmeistaratitlar 7 tímabil samfellt í efstu deild (2014-) 29 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (1991) 1 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2019-) 6 ár frá sæti í efri hluta (2014) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 2 sinnum í 7. og 9. sæti Síðasta tímabil Víkingar voru uppáhald margra síðasta sumar en strákarnir hans Arnars Gunnlaugssonar þorðu að spila fótbolta og liðið var fullt af ungum og spennandi leikmönnum. Víkingsliðið náði miklum tímamótum fyrir félagið með því að vinna bikarmeistaratitilinn, fyrsta titil félagsins í 28 ár og fyrsta bikarinn í 48 ár. Eftir komu landsliðsmannsins Kára Árnasonar um mitt sumar var Fossvogsliðið til alls líklegt. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Víkings í sumar.Vísir/Toggi Byrjunarlið Víkings gríðarlega sterkt og breiddin mikil. Þótt leikstíll Víkings sé fastmótaður er leikkerfið ekki grafið í stein. Á síðasta tímabili notaði Arnar t.a.m. bæði 4-3-3 og 4-4-2 með tígulmiðju og hann hefur einnig prófað sig áfram með þriggja manna vörn. Stóra spurningin er hvar Arnar notar Kára en líklegast er að hann verði á miðjunni. Víkingar treysta mikið á Óttar Magnús Karlsson í sóknarleiknum en aðrir eiga eftir að sanna sig sem markaskorarar í efstu deild. Lykilmennirnir Sölvi Geir Ottesen, Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson ráða afar miklu um gengi Víkinga í sumar.VÍSIR/DANÍEL/BÁRA/VILHELM Sölvi Geir Ottesen (f. 1984): Hefur verið einn albesti varnarmaður deildarinnar frá því að hann sneri heim úr atvinnumennsku og átti frábært tímabil í fyrra. Arnar kaus að hvíla Sölva í meistaraleiknum við KR á sunnudaginn en miðvörðurinn kemur til með að vera áfram í lykilhlutverki í hjarta varnarinnar í sumar, meiða þar sóknarmenn andstæðinganna og stanga í burtu fyrirgjafir. Kári Árnason (f. 1982): Hvort sem það verður í stöðu miðvarðar eða sem aftasti miðjumaður er ljóst að Kári verður í burðarhlutverki, eftir að hafa komið inn í liðið á miðju tímabili í fyrra. Það gæti reynst ákveðin blessun fyrir Víkinga að EM skyldi frestað um eitt ár, því mótið mun þá ekki trufla þátttöku Kára í sumar og hann gæti verið enn frekar staðráðinn í að eiga gott tímabil með það í huga að komast á þriðja stórmótið. Kári verður vissulega 38 ára í haust en mun binda Víkingsliðið vel saman, stýra þeim yngri og óreyndari, og eflaust reynast drjúgur í föstum leikatriðum. Óttar Magnús Karlsson (f. 1997): Óttar skoraði fimm mörk í aðeins átta leikjum eftir að hann sneri aftur í Víkina síðasta sumar, eftir misheppnaða dvöl í Svíþjóð og Noregi í atvinnumennsku. Hvað gerir hann á heilu tímabili? Miðað við hæfileikana sem hann hefur til að klára færi með alls konar hætti, eða skora úr aukaspyrnum utan af velli, virðist það frekar spurning um andlegan styrk hvort að Óttari tekst að setja saman fimmtán marka tímabil og tryggja sér jafnvel farseðil út aftur. Markaðurinn Vísir/Toggi Víkingar hafa gert ágætlega á leikmannamarkaðnum. Þeir misstu þó einn af sínum lykilmönnum í Guðmundi Andra Tryggvasyni. Víkingar unnu kapphlaupið um Ingvar Jónsson, sem oft hefur átt sæti í landsliðshópi Íslands á síðustu árum, og hafa einnig fengið sóknarmanninn spræka úr Borgarfirði, Helga Guðjónsson, sem skoraði fimmtán mörk fyrir Fram í 1. deild í fyrra. Húsvíkingurinn Atli Barkarson er ungur bakvörður sem lék með unglingaliðum enska úrvalsdeildarfélagsins Norwich og gæti látið til sín taka, og Kristall Máni Ingason er fjölhæfur leikmaður sem uppalinn er hjá Fjölni en fór til stórliðs FC Köbenhavn í Danmörku árið 2018. Þarf að gera betur en í fyrra Dofri hefur verið hjá Víkingi síðan 2013. Hann lék einnig með liðinu 2010.vísir/bára Dofri Snorrason hefur verið lengi hjá Víkingi og reynst félaginu frábærlega. Dofri sleit hásin og spilaði ekkert tímabilið 2018. Í fyrra náði hann sér svo ekki nógu vel á strik og glímdi einnig við meiðsli. Dofri verður væntanlega fyrsti kostur Arnars í stöðu vinstri bakvarðar hjá Víkingi en hann er afar fjölhæfur og getur leyst hinar ýmsu stöður. Dofri vill væntanlega gera mun betur en á síðasta tímabili. Heimavöllurinn Gervigras var lagt á Víkingsvöll í fyrra.vísir/daníel Víkingsvöllur er vel staðsettur hvað veðursæld varðar og aðstaða öll í Víkinni til slíkrar fyrirmyndar að völlurinn var valinn sem heimavöllur U21-landsliðsins í fyrra. Eftir að hafa verið einn lélegasti grasvöllur landsins er Víkingsvöllur nú lagður gervigrasi, en framkvæmdir vegna þess ollu því að Víkingar léku fyrstu þrjá heimaleiki sína í fyrra í Laugardalnum, og uppskáru þar aðeins eitt stig. Þeir töpuðu aðeins einum leik af átta á Víkingsvelli og fengu þar fimmtán af 28 stigum sínum. Þangað mættu að meðaltali 1.020 áhorfendur síðasta sumar. Hvað segir sérfræðingurinn? „Þeir eiga fína möguleika og verða pottþétt með í baráttunni í efri hluta deildarinnar,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um möguleika Víkinga. „Þeir þurfa aðeins að byggja ofan á það sem þeir gerðu seinni hluta tímabilsins í fyrra. Þeir voru lengi í gang en nú hefur Arnar haft heilt ár til að koma sinni nýju hugmyndafræði inn, svo ég held að þeir séu komnir á betri stað en þeir voru í byrjun móts í fyrra,“ segir Atli Viðar, en geta Víkingar orðið meistarar? „Ég held að það sé hæpið að þeir verði meistarar í ár. Ég held að það séu þannig brotalamir á þessu hjá þeim að þeir séu ekki tilbúnir í það. En þeir verða í efri hlutanum, í toppbaráttu, en þetta kemur aðeins of snemma fyrir þá til að þeir geti orðið meistarar.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (9. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (1. sæti og upp) Fyrir tuttugu árum (2000) ... B-deild (4. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... A-deild (3. sæti) Fyrir sextíu árum (1960) ... B-deild Vísir/Toggi Ungir leikmenn fengu að spila mest hjá Víkingum á síðustu leiktíð og þeir fengu líka að sýna það hvað þeir eru góðir í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson lét leikmenn sem voru 22 ára og yngri spila 42,9 prósent af leiktímanum hjá Víkingsliðinu í Pepsi Max deild karla 2019 og voru Víkingar langt á undan öðrum félögum á þeim lista. Leikmenn Víkinga reyndu líka flesta einleiki að meðaltali í leik eða 31,0 sem var fjórum meira en næsta lið. Víkingar voru einnig með boltann mest allra liða eða í 30 mínútur og 36 sekúndur að meðaltali í leik. Víkingar hafa sett stefnuna á toppbaráttuna en það eru 29 ár síðan Víkingsliðið endaði meðal þeirra þriggja efstu. Toppmenn Víkinga í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Guðmundur Andri Tryggvason var markahæstur hjá Víkingsliðinu í Pepsi Max deildinni í fyrra og var einnig sá sem reyndi flesta einleiki og braut oftast af sér. Bakvörðurinn Davíð Örn Atlason gaf flestar stoðsendingar í liðinu en Ágúst Eðvald Hlynsson átti þátt í flestum mörkum ásamt Guðmundi Andra. Ágúst Eðvald Hlynsson reyndi líka flest skot, átti þátt í flestum markasóknum og fiskaði flest brot. Sölvi Geir Ottesen fór upp í flest skallaeinvígi og vann líka flesta bolta. Davíð Örn Atlason fór aftur á móti í flestar tæklingar. Að lokum Júlíus Magnússon í leiknum gegn KR í Meistarakeppninni á sunnudaginn.vísir/hag Mikill meðbyr er með Víkingum og þeir vilja nýta hann til að festa sig í sessi í hópi bestu liða landsins. Hugmyndafræði Arnars er skýr og í leikmannahópi Víkings er góð blanda af reynslumiklum köppum og ungum strákum sem geta orðið enn betri. Til að Víkingur blandi sér í toppbaráttuna þarf liðið að spila mun betri varnarleik en á síðasta tímabili. Víkingar fengu á sig 35 mörk í Pepsi Max-deildinni og þeim þarf að fækka. Ingvar ætti að hjálpa til í þeim efnum þótt hann hafi ekki verið sannfærandi gegn KR í Meistarakeppninni á sunnudaginn. Síðan er spurning hvernig Víkingar takast á við auknar vonir og væntingar. Á síðasta tímabili var þeim rauðu og svörtu spáð falli en núna er pressa á þeim að berjast við stóru strákana á toppnum. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00 Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Víkingar urðu bikarmeistarar á síðasta tímabili og vilja hamra járnið meðan það er heitt og stefna hátt. Víkingur hefur haldið áfram að bæta við sig ungum og spennandi leikmönnum og þá er Ingvar Jónsson kominn í markið og Kári Árnason verður núna allt tímabilið með liðinu. Leikstíll Víkinga er áferðafagur og skilaði bikarmeistaratitli í fyrra. Víkingar vonast til að hann skili þeim stærsta, sjálfum Íslandsmeistaratitlinum, í sumar. Eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar í eitt ár var Arnar Gunnlaugsson ráðinn þjálfari Víkings eftir tímabilið 2018. Hann gerði góða hluti með Víking í fyrra og mikil ánægja er með hans störf í Fossvoginum. Arnar þjálfaði ÍA í tvígang með tvíburabróður sínum, Bjarka, og var svo aðstoðarþjálfari hjá KR um tíma. Víkingur í Reykjavik 5 Íslandsmeistaratitlar 2 bikarmeistaratitlar 7 tímabil samfellt í efstu deild (2014-) 29 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (1991) 1 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2019-) 6 ár frá sæti í efri hluta (2014) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 2 sinnum í 7. og 9. sæti Síðasta tímabil Víkingar voru uppáhald margra síðasta sumar en strákarnir hans Arnars Gunnlaugssonar þorðu að spila fótbolta og liðið var fullt af ungum og spennandi leikmönnum. Víkingsliðið náði miklum tímamótum fyrir félagið með því að vinna bikarmeistaratitilinn, fyrsta titil félagsins í 28 ár og fyrsta bikarinn í 48 ár. Eftir komu landsliðsmannsins Kára Árnasonar um mitt sumar var Fossvogsliðið til alls líklegt. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Víkings í sumar.Vísir/Toggi Byrjunarlið Víkings gríðarlega sterkt og breiddin mikil. Þótt leikstíll Víkings sé fastmótaður er leikkerfið ekki grafið í stein. Á síðasta tímabili notaði Arnar t.a.m. bæði 4-3-3 og 4-4-2 með tígulmiðju og hann hefur einnig prófað sig áfram með þriggja manna vörn. Stóra spurningin er hvar Arnar notar Kára en líklegast er að hann verði á miðjunni. Víkingar treysta mikið á Óttar Magnús Karlsson í sóknarleiknum en aðrir eiga eftir að sanna sig sem markaskorarar í efstu deild. Lykilmennirnir Sölvi Geir Ottesen, Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson ráða afar miklu um gengi Víkinga í sumar.VÍSIR/DANÍEL/BÁRA/VILHELM Sölvi Geir Ottesen (f. 1984): Hefur verið einn albesti varnarmaður deildarinnar frá því að hann sneri heim úr atvinnumennsku og átti frábært tímabil í fyrra. Arnar kaus að hvíla Sölva í meistaraleiknum við KR á sunnudaginn en miðvörðurinn kemur til með að vera áfram í lykilhlutverki í hjarta varnarinnar í sumar, meiða þar sóknarmenn andstæðinganna og stanga í burtu fyrirgjafir. Kári Árnason (f. 1982): Hvort sem það verður í stöðu miðvarðar eða sem aftasti miðjumaður er ljóst að Kári verður í burðarhlutverki, eftir að hafa komið inn í liðið á miðju tímabili í fyrra. Það gæti reynst ákveðin blessun fyrir Víkinga að EM skyldi frestað um eitt ár, því mótið mun þá ekki trufla þátttöku Kára í sumar og hann gæti verið enn frekar staðráðinn í að eiga gott tímabil með það í huga að komast á þriðja stórmótið. Kári verður vissulega 38 ára í haust en mun binda Víkingsliðið vel saman, stýra þeim yngri og óreyndari, og eflaust reynast drjúgur í föstum leikatriðum. Óttar Magnús Karlsson (f. 1997): Óttar skoraði fimm mörk í aðeins átta leikjum eftir að hann sneri aftur í Víkina síðasta sumar, eftir misheppnaða dvöl í Svíþjóð og Noregi í atvinnumennsku. Hvað gerir hann á heilu tímabili? Miðað við hæfileikana sem hann hefur til að klára færi með alls konar hætti, eða skora úr aukaspyrnum utan af velli, virðist það frekar spurning um andlegan styrk hvort að Óttari tekst að setja saman fimmtán marka tímabil og tryggja sér jafnvel farseðil út aftur. Markaðurinn Vísir/Toggi Víkingar hafa gert ágætlega á leikmannamarkaðnum. Þeir misstu þó einn af sínum lykilmönnum í Guðmundi Andra Tryggvasyni. Víkingar unnu kapphlaupið um Ingvar Jónsson, sem oft hefur átt sæti í landsliðshópi Íslands á síðustu árum, og hafa einnig fengið sóknarmanninn spræka úr Borgarfirði, Helga Guðjónsson, sem skoraði fimmtán mörk fyrir Fram í 1. deild í fyrra. Húsvíkingurinn Atli Barkarson er ungur bakvörður sem lék með unglingaliðum enska úrvalsdeildarfélagsins Norwich og gæti látið til sín taka, og Kristall Máni Ingason er fjölhæfur leikmaður sem uppalinn er hjá Fjölni en fór til stórliðs FC Köbenhavn í Danmörku árið 2018. Þarf að gera betur en í fyrra Dofri hefur verið hjá Víkingi síðan 2013. Hann lék einnig með liðinu 2010.vísir/bára Dofri Snorrason hefur verið lengi hjá Víkingi og reynst félaginu frábærlega. Dofri sleit hásin og spilaði ekkert tímabilið 2018. Í fyrra náði hann sér svo ekki nógu vel á strik og glímdi einnig við meiðsli. Dofri verður væntanlega fyrsti kostur Arnars í stöðu vinstri bakvarðar hjá Víkingi en hann er afar fjölhæfur og getur leyst hinar ýmsu stöður. Dofri vill væntanlega gera mun betur en á síðasta tímabili. Heimavöllurinn Gervigras var lagt á Víkingsvöll í fyrra.vísir/daníel Víkingsvöllur er vel staðsettur hvað veðursæld varðar og aðstaða öll í Víkinni til slíkrar fyrirmyndar að völlurinn var valinn sem heimavöllur U21-landsliðsins í fyrra. Eftir að hafa verið einn lélegasti grasvöllur landsins er Víkingsvöllur nú lagður gervigrasi, en framkvæmdir vegna þess ollu því að Víkingar léku fyrstu þrjá heimaleiki sína í fyrra í Laugardalnum, og uppskáru þar aðeins eitt stig. Þeir töpuðu aðeins einum leik af átta á Víkingsvelli og fengu þar fimmtán af 28 stigum sínum. Þangað mættu að meðaltali 1.020 áhorfendur síðasta sumar. Hvað segir sérfræðingurinn? „Þeir eiga fína möguleika og verða pottþétt með í baráttunni í efri hluta deildarinnar,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um möguleika Víkinga. „Þeir þurfa aðeins að byggja ofan á það sem þeir gerðu seinni hluta tímabilsins í fyrra. Þeir voru lengi í gang en nú hefur Arnar haft heilt ár til að koma sinni nýju hugmyndafræði inn, svo ég held að þeir séu komnir á betri stað en þeir voru í byrjun móts í fyrra,“ segir Atli Viðar, en geta Víkingar orðið meistarar? „Ég held að það sé hæpið að þeir verði meistarar í ár. Ég held að það séu þannig brotalamir á þessu hjá þeim að þeir séu ekki tilbúnir í það. En þeir verða í efri hlutanum, í toppbaráttu, en þetta kemur aðeins of snemma fyrir þá til að þeir geti orðið meistarar.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (9. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (1. sæti og upp) Fyrir tuttugu árum (2000) ... B-deild (4. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... A-deild (3. sæti) Fyrir sextíu árum (1960) ... B-deild Vísir/Toggi Ungir leikmenn fengu að spila mest hjá Víkingum á síðustu leiktíð og þeir fengu líka að sýna það hvað þeir eru góðir í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson lét leikmenn sem voru 22 ára og yngri spila 42,9 prósent af leiktímanum hjá Víkingsliðinu í Pepsi Max deild karla 2019 og voru Víkingar langt á undan öðrum félögum á þeim lista. Leikmenn Víkinga reyndu líka flesta einleiki að meðaltali í leik eða 31,0 sem var fjórum meira en næsta lið. Víkingar voru einnig með boltann mest allra liða eða í 30 mínútur og 36 sekúndur að meðaltali í leik. Víkingar hafa sett stefnuna á toppbaráttuna en það eru 29 ár síðan Víkingsliðið endaði meðal þeirra þriggja efstu. Toppmenn Víkinga í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Guðmundur Andri Tryggvason var markahæstur hjá Víkingsliðinu í Pepsi Max deildinni í fyrra og var einnig sá sem reyndi flesta einleiki og braut oftast af sér. Bakvörðurinn Davíð Örn Atlason gaf flestar stoðsendingar í liðinu en Ágúst Eðvald Hlynsson átti þátt í flestum mörkum ásamt Guðmundi Andra. Ágúst Eðvald Hlynsson reyndi líka flest skot, átti þátt í flestum markasóknum og fiskaði flest brot. Sölvi Geir Ottesen fór upp í flest skallaeinvígi og vann líka flesta bolta. Davíð Örn Atlason fór aftur á móti í flestar tæklingar. Að lokum Júlíus Magnússon í leiknum gegn KR í Meistarakeppninni á sunnudaginn.vísir/hag Mikill meðbyr er með Víkingum og þeir vilja nýta hann til að festa sig í sessi í hópi bestu liða landsins. Hugmyndafræði Arnars er skýr og í leikmannahópi Víkings er góð blanda af reynslumiklum köppum og ungum strákum sem geta orðið enn betri. Til að Víkingur blandi sér í toppbaráttuna þarf liðið að spila mun betri varnarleik en á síðasta tímabili. Víkingar fengu á sig 35 mörk í Pepsi Max-deildinni og þeim þarf að fækka. Ingvar ætti að hjálpa til í þeim efnum þótt hann hafi ekki verið sannfærandi gegn KR í Meistarakeppninni á sunnudaginn. Síðan er spurning hvernig Víkingar takast á við auknar vonir og væntingar. Á síðasta tímabili var þeim rauðu og svörtu spáð falli en núna er pressa á þeim að berjast við stóru strákana á toppnum.
Víkingur í Reykjavik 5 Íslandsmeistaratitlar 2 bikarmeistaratitlar 7 tímabil samfellt í efstu deild (2014-) 29 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (1991) 1 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2019-) 6 ár frá sæti í efri hluta (2014) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 2 sinnum í 7. og 9. sæti
Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (9. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (1. sæti og upp) Fyrir tuttugu árum (2000) ... B-deild (4. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... A-deild (3. sæti) Fyrir sextíu árum (1960) ... B-deild
Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00
Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00