Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 16:44 Trump hefur farið mikinn um menn og málefni á Twitter í dag, eins og svo oft áður. Aðgerðir ríkja til að auðvelda fólki að nýta kosningarétt sinn í kórónuveirufaraldrinum er á meðal þess sem framkallaði bræði hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr hættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. Ekki kom fram í tveimur tístum Trump hvaða fjárveitingar hann myndi stöðva til Michigan og Nevada en forsetinn hefur oft haft í viðlíka hótunum án þess að fylgja þeim eftir, að sögn Washington Post. Mörg ríki Bandaríkjanna íhuga nú kosti fyrir kosningar í forvali stjórnmálaflokkanna og forseta- og þingkosningunum í haust til að takmarka hættu á kórónuveirusmitum. Á meðal þeirra kosta sem ríkin skoða er að auðvelda fólki að kjósa utan kjörfundar eða að senda inn atkvæði í pósti. Alríkisdómari í Texas úrskurðaði í vikunni að íbúar þar mættu senda atkvæði í pósti ef þeir óttuðust að mæta á kjörstað vegna faraldursins. Trump hefur hins vegar ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum án sérstaks rökstuðnings. Þá hefur hann vísað til þess að póstatkvæði skaði sigurlíkur repúblikana í kosningunum þrátt fyrir að fátt bendi til þess að það eigi við rök að styðjast. Hann greiddi sjálfur atkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída í mars. Fór rangt með það sem var gert í Michigan Reiði Trump virðist hafa blossað upp eftir að innanríkisráðherra Michigan kynnti áform um að senda 7,7 milljónum kjósenda í ríkinu umsóknir um utankjörfundaratkvæði fyrir forval þar í ágúst og forsetakosningarnar í nóvember. Ráðherrann sagði þetta gert til að tryggja að íbúar ríkisins þyrftu að velja á milli heilsu sinnar og kosningaréttar síns. Fór Trump ranglega með í tísti þar sem hann hótaði því að svipta Michigan fjárveitingum þegar hann fullyrti að kjósendum hefðu verið sendir utankjörfundaratkvæðaseðlar. „Þetta var gert ólöglega og án leyfis af svikulum innanríkisráðherra. Ég mun biðja um að fjárveitingar til Michigan verði stöðvaðar ef þeir vilja fara niður þessa kosningasvikabraut,“ tísti forsetinn sem beindi því meðal annars að fjármálaráðuneytinu á Twitter. Breaking: Michigan sends absentee ballots to 7.7 million people ahead of Primaries and the General Election. This was done illegally and without authorization by a rogue Secretary of State. I will ask to hold up funding to Michigan if they want to go down this Voter Fraud path!..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Jocelyn Benson, innanríkisráðherra Michigan og demókrati, svaraði Trump og benti honum á að hún hefði sent út umsóknir, ekki atkvæðaseðla. „Alveg eins og kollegar mínir í Repúblikanaflokknum í Iowa, Georgíu, Nebraska og Vestur-Virginíu,“ tísti Benson. Hi! 👋🏼 I also have a name, it’s Jocelyn Benson. And we sent applications, not ballots. Just like my GOP colleagues in Iowa, Georgia, Nebraska and West Virginia. https://t.co/kBsu4nHvOy— Jocelyn Benson (@JocelynBenson) May 20, 2020 Skömmu eftir fyrra tístið beindi Trump reiði sinni að Nevada þar sem innanríkisráðherrann, sem er repúblikani, kynnti póstatkvæði til að bregðast við faraldrinum í mars. Hótaði forsetinn ríkinu sömuleiðis að stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar. Yfirvöld í Michigan glíma nú við mikil flóð eftir að tvær stíflur gáfu sig eftir metúrkomu. Setti Trump þá atburði í samhengi við pólitískan slag sinn við Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan og demókrata, um tilmæli um takmarkanir vegna faraldursins. Trump hefur hvatt íbúa ríkja til þess að sniðganga fyrirmæli ríkisstjóra og verið sérstaklega gagnrýninn á aðgerðir Whitmer. „Við höfum sent bestu teymi hersins og almannavarna þangað nú þegar. Ríkisstjórinn verður núna að „gefa ykkur frelsi“ til að hjálpa,“ tísti Trump sem hefur áður tíst um „frelsun Michigan“ í tengslum við takmarkanir vegna faraldursins. We have sent our best Military & @FEMA Teams, already there. Governor must now “set you free” to help. Will be with you soon! https://t.co/cuG1YacPdx— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Uppfært 17:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Trump hefði sjálfur greitt póstatkvæði í þingkosningunum árið 2018. Það rétta er að hann greiddi atkvæði með pósti í forvali repúblikana á Flórída í mars. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr hættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. Ekki kom fram í tveimur tístum Trump hvaða fjárveitingar hann myndi stöðva til Michigan og Nevada en forsetinn hefur oft haft í viðlíka hótunum án þess að fylgja þeim eftir, að sögn Washington Post. Mörg ríki Bandaríkjanna íhuga nú kosti fyrir kosningar í forvali stjórnmálaflokkanna og forseta- og þingkosningunum í haust til að takmarka hættu á kórónuveirusmitum. Á meðal þeirra kosta sem ríkin skoða er að auðvelda fólki að kjósa utan kjörfundar eða að senda inn atkvæði í pósti. Alríkisdómari í Texas úrskurðaði í vikunni að íbúar þar mættu senda atkvæði í pósti ef þeir óttuðust að mæta á kjörstað vegna faraldursins. Trump hefur hins vegar ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum án sérstaks rökstuðnings. Þá hefur hann vísað til þess að póstatkvæði skaði sigurlíkur repúblikana í kosningunum þrátt fyrir að fátt bendi til þess að það eigi við rök að styðjast. Hann greiddi sjálfur atkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída í mars. Fór rangt með það sem var gert í Michigan Reiði Trump virðist hafa blossað upp eftir að innanríkisráðherra Michigan kynnti áform um að senda 7,7 milljónum kjósenda í ríkinu umsóknir um utankjörfundaratkvæði fyrir forval þar í ágúst og forsetakosningarnar í nóvember. Ráðherrann sagði þetta gert til að tryggja að íbúar ríkisins þyrftu að velja á milli heilsu sinnar og kosningaréttar síns. Fór Trump ranglega með í tísti þar sem hann hótaði því að svipta Michigan fjárveitingum þegar hann fullyrti að kjósendum hefðu verið sendir utankjörfundaratkvæðaseðlar. „Þetta var gert ólöglega og án leyfis af svikulum innanríkisráðherra. Ég mun biðja um að fjárveitingar til Michigan verði stöðvaðar ef þeir vilja fara niður þessa kosningasvikabraut,“ tísti forsetinn sem beindi því meðal annars að fjármálaráðuneytinu á Twitter. Breaking: Michigan sends absentee ballots to 7.7 million people ahead of Primaries and the General Election. This was done illegally and without authorization by a rogue Secretary of State. I will ask to hold up funding to Michigan if they want to go down this Voter Fraud path!..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Jocelyn Benson, innanríkisráðherra Michigan og demókrati, svaraði Trump og benti honum á að hún hefði sent út umsóknir, ekki atkvæðaseðla. „Alveg eins og kollegar mínir í Repúblikanaflokknum í Iowa, Georgíu, Nebraska og Vestur-Virginíu,“ tísti Benson. Hi! 👋🏼 I also have a name, it’s Jocelyn Benson. And we sent applications, not ballots. Just like my GOP colleagues in Iowa, Georgia, Nebraska and West Virginia. https://t.co/kBsu4nHvOy— Jocelyn Benson (@JocelynBenson) May 20, 2020 Skömmu eftir fyrra tístið beindi Trump reiði sinni að Nevada þar sem innanríkisráðherrann, sem er repúblikani, kynnti póstatkvæði til að bregðast við faraldrinum í mars. Hótaði forsetinn ríkinu sömuleiðis að stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar. Yfirvöld í Michigan glíma nú við mikil flóð eftir að tvær stíflur gáfu sig eftir metúrkomu. Setti Trump þá atburði í samhengi við pólitískan slag sinn við Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan og demókrata, um tilmæli um takmarkanir vegna faraldursins. Trump hefur hvatt íbúa ríkja til þess að sniðganga fyrirmæli ríkisstjóra og verið sérstaklega gagnrýninn á aðgerðir Whitmer. „Við höfum sent bestu teymi hersins og almannavarna þangað nú þegar. Ríkisstjórinn verður núna að „gefa ykkur frelsi“ til að hjálpa,“ tísti Trump sem hefur áður tíst um „frelsun Michigan“ í tengslum við takmarkanir vegna faraldursins. We have sent our best Military & @FEMA Teams, already there. Governor must now “set you free” to help. Will be with you soon! https://t.co/cuG1YacPdx— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Uppfært 17:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Trump hefði sjálfur greitt póstatkvæði í þingkosningunum árið 2018. Það rétta er að hann greiddi atkvæði með pósti í forvali repúblikana á Flórída í mars.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira