Aldrei fleiri smit greinst á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 21:43 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. EPA/SALVATORE DI NOLFI Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring og heildarfjöldinn nálgast nú fimm milljónir. Alls er um að ræða 106 þúsund ný smit og sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að heimurinn ætti langt í land með að ná tökum á faraldrinum. Hann bætti við að nærri því tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum, án þess þó að taka fram hvaða ríki um væri að ræða. Þau fjögur ríki þar sem flestir eru smitaðir, svo vitað sé, eru Bandaríkin, Rússland, Brasilía og Bretland. Ghebreyesus tók einnig fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heimsins. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19. Ghebreyesus sagði á fundinum að honum hefði borist bréf frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vildi ekki fara nánar út í það að öðru leyti en að verið væri að skoða það. Trump hefur gagnrýnt stofnunin harðlega og hefur hótað því að hætta fjárveitingum alfarið til hennar. Meðal annars hefur hann sakað WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda. Búið er að tilkynna að viðbrögð WHO við upphafi faraldursins verði skoðuð nánar og farið í saumana á þeim. Ghebreyesus sagði að fáir kölluðu meira eftir gagnsæi en WHO. Það væri nauðsynlegt að skoða viðbrögðin hann sagði að sú skoðun yrði ítarleg. Hann vildi þó ekki segja hvenær hún muni fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring og heildarfjöldinn nálgast nú fimm milljónir. Alls er um að ræða 106 þúsund ný smit og sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að heimurinn ætti langt í land með að ná tökum á faraldrinum. Hann bætti við að nærri því tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum, án þess þó að taka fram hvaða ríki um væri að ræða. Þau fjögur ríki þar sem flestir eru smitaðir, svo vitað sé, eru Bandaríkin, Rússland, Brasilía og Bretland. Ghebreyesus tók einnig fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heimsins. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19. Ghebreyesus sagði á fundinum að honum hefði borist bréf frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vildi ekki fara nánar út í það að öðru leyti en að verið væri að skoða það. Trump hefur gagnrýnt stofnunin harðlega og hefur hótað því að hætta fjárveitingum alfarið til hennar. Meðal annars hefur hann sakað WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda. Búið er að tilkynna að viðbrögð WHO við upphafi faraldursins verði skoðuð nánar og farið í saumana á þeim. Ghebreyesus sagði að fáir kölluðu meira eftir gagnsæi en WHO. Það væri nauðsynlegt að skoða viðbrögðin hann sagði að sú skoðun yrði ítarleg. Hann vildi þó ekki segja hvenær hún muni fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15