„Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 09:30 Arnar gerði upp ferilinn sinn í Sportinu í kvöld. vísir/s2s Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi þar sem var farið yfir víðan völl. Þeir fóru meðal annars yfir uppvaxtarrárin á Skaganum en það var ljóst ansi snemma að þeir bræður ættu góða möguleika að fara í atvinnumennsku og voru þeir þekktir upp á Skaga fyrir sína hæfileika. „Við vorum ekkert skemmtilegustu unglingar í heimi. Við vorum gríðarlega fókuseraðir að ná langt. Blessunarlega voru ekki Instagram og þessir samfélagsmiðlar á þessum tíma eins og eru í dag,“ sagði Arnar en bræðurnir voru ansi þekktir á sínum yngri árum og er hann þakklátur fyrir að samfélagsmiðlarnir hafi ekki verið komnir. „Ég segi blessunarlega því við vorum smá barnastjörnur og það var snemma ljóst frá sex til sjö ára aldri að við myndum eiga möguleika á að ná langt. Við tókum alla leið. Við sökktum okkur í allar upplýsingar sem við gátum um fótbolta og æfðum mjög vel.“ „Sumir myndu segja að við höfum æft of vel og við æfðum kannski of mikið og kolvitlaust. Þá varð bara eitthvað að víkja og þegar félagslífið tekur við, fimmtán til sextán ára, þá vorum við frekar heima að horfa á Bjarna Fel og úti í garði að leika okkur í fótbolta í stað þess að fara út að djamma.“ Bræðurnir enduðu á því að semja við Feyenoord í Hollandi þegar þeir voru nítján ára gamlir. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um yngri árin Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi þar sem var farið yfir víðan völl. Þeir fóru meðal annars yfir uppvaxtarrárin á Skaganum en það var ljóst ansi snemma að þeir bræður ættu góða möguleika að fara í atvinnumennsku og voru þeir þekktir upp á Skaga fyrir sína hæfileika. „Við vorum ekkert skemmtilegustu unglingar í heimi. Við vorum gríðarlega fókuseraðir að ná langt. Blessunarlega voru ekki Instagram og þessir samfélagsmiðlar á þessum tíma eins og eru í dag,“ sagði Arnar en bræðurnir voru ansi þekktir á sínum yngri árum og er hann þakklátur fyrir að samfélagsmiðlarnir hafi ekki verið komnir. „Ég segi blessunarlega því við vorum smá barnastjörnur og það var snemma ljóst frá sex til sjö ára aldri að við myndum eiga möguleika á að ná langt. Við tókum alla leið. Við sökktum okkur í allar upplýsingar sem við gátum um fótbolta og æfðum mjög vel.“ „Sumir myndu segja að við höfum æft of vel og við æfðum kannski of mikið og kolvitlaust. Þá varð bara eitthvað að víkja og þegar félagslífið tekur við, fimmtán til sextán ára, þá vorum við frekar heima að horfa á Bjarna Fel og úti í garði að leika okkur í fótbolta í stað þess að fara út að djamma.“ Bræðurnir enduðu á því að semja við Feyenoord í Hollandi þegar þeir voru nítján ára gamlir. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um yngri árin Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira