Almannavarnir veita skipuleggjendum og þátttakendum ráð vegna mannamóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2020 10:46 Frá einum af mörgum upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilmæli til skipuleggjenda viðburða og þátttakenda í ljósi þess að tilfellum nýju kórónuveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Tugir smita hafa komið upp hér á landi og fleiri hundruð eru í sóttkví. Ekkert samkomubann er í gangi hér á landi en almannavarnardeild segir mikilvægt fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum. Þá þurfi þátttakendur hver fyrir sig að meta stöðu sína vel. Ekki er útilokað að gripið verði til samkomubanns meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi, segir í tilkynningunni. Þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig Tilfellum nýju kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Um þessar mundir geisar alvarlegur faraldur veirunnar á Ítalíu og líkur er á að hún muni halda áfram útbreiðslu sinni í álfunni næstu vikur og mánuði. Ekki er samkomubann í gildi á Íslandi en ekki er útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi. „Því er eðlilegt að skipuleggjendur fjölmennra viðburða séu uggandi yfir stöðunni. Meðan faraldur geisar þarf ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.“ Að neðan má sjá ráð fyrir skipuleggjendur og þátttakendur í mannamótum. Ráð fyrir skipuleggjendur Meðan ekkert samkomubann er í gildi er mikilvægt fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum. Nauðsynlegt er að gestir hafi greiðan aðgang að heitu vatni og sápu, handspritti og einnota þurrkum. Einnig er brýnt að skipuleggjendur taki mið af þeim hópi sem mun sækja viðburðinn. Vitað er að eldri borgarar og þeir sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma (t.d. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein) eru í mestri hættu með að fá alvarleg einkenni COVID-19. Skipuleggjendur verða jafnframt að brýna fyrir þátttakendum að þeir sem eiga að vera í sóttkví eftir að hafa orðið útsettir fyrir smit eiga ekki að mæta á viðburðinn. Þar sem ekki hefur verið sett á samkomubann þá er það á ábyrgð skipuleggjenda viðburða að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið. Ef grunur leikur á að ekki verði hægt að tryggja öryggi einstaklinga sem eru í áhættuhópi eða að erfitt verði að tryggja gott aðgengi að hreinlætisaðstöðu, handspritti o.þ.h. er ráðlagt að taka til skoðunar hvort halda skuli viðburðinn. Fyrir þátttakendur Áður en ákveðið er að halda viðburð þarf hver og einn að meta stöðu sína vel. Almennt eigum við ekki að vera í mikilli nálægð við aðra þegar við finnum fyrir flensulíkum einkennum. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir þá sem annað hvort hafa verið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í tengslum við einstaklinga með staðfest eða grunað smit. Þessir aðilar ættu að forðast samneyti við aðra einstaklinga og vera í sóttkví. Á fjölmennum viðburði er einkar mikilvægt að huga vel að persónulegu hreinlæti; þvo hendur reglulega, nota handspritt þegar þörf krefur og hnerra eða hósta í einnnota þurrku eða í olnbogabótina. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilmæli til skipuleggjenda viðburða og þátttakenda í ljósi þess að tilfellum nýju kórónuveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Tugir smita hafa komið upp hér á landi og fleiri hundruð eru í sóttkví. Ekkert samkomubann er í gangi hér á landi en almannavarnardeild segir mikilvægt fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum. Þá þurfi þátttakendur hver fyrir sig að meta stöðu sína vel. Ekki er útilokað að gripið verði til samkomubanns meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi, segir í tilkynningunni. Þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig Tilfellum nýju kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Um þessar mundir geisar alvarlegur faraldur veirunnar á Ítalíu og líkur er á að hún muni halda áfram útbreiðslu sinni í álfunni næstu vikur og mánuði. Ekki er samkomubann í gildi á Íslandi en ekki er útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi. „Því er eðlilegt að skipuleggjendur fjölmennra viðburða séu uggandi yfir stöðunni. Meðan faraldur geisar þarf ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.“ Að neðan má sjá ráð fyrir skipuleggjendur og þátttakendur í mannamótum. Ráð fyrir skipuleggjendur Meðan ekkert samkomubann er í gildi er mikilvægt fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum. Nauðsynlegt er að gestir hafi greiðan aðgang að heitu vatni og sápu, handspritti og einnota þurrkum. Einnig er brýnt að skipuleggjendur taki mið af þeim hópi sem mun sækja viðburðinn. Vitað er að eldri borgarar og þeir sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma (t.d. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein) eru í mestri hættu með að fá alvarleg einkenni COVID-19. Skipuleggjendur verða jafnframt að brýna fyrir þátttakendum að þeir sem eiga að vera í sóttkví eftir að hafa orðið útsettir fyrir smit eiga ekki að mæta á viðburðinn. Þar sem ekki hefur verið sett á samkomubann þá er það á ábyrgð skipuleggjenda viðburða að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið. Ef grunur leikur á að ekki verði hægt að tryggja öryggi einstaklinga sem eru í áhættuhópi eða að erfitt verði að tryggja gott aðgengi að hreinlætisaðstöðu, handspritti o.þ.h. er ráðlagt að taka til skoðunar hvort halda skuli viðburðinn. Fyrir þátttakendur Áður en ákveðið er að halda viðburð þarf hver og einn að meta stöðu sína vel. Almennt eigum við ekki að vera í mikilli nálægð við aðra þegar við finnum fyrir flensulíkum einkennum. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir þá sem annað hvort hafa verið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í tengslum við einstaklinga með staðfest eða grunað smit. Þessir aðilar ættu að forðast samneyti við aðra einstaklinga og vera í sóttkví. Á fjölmennum viðburði er einkar mikilvægt að huga vel að persónulegu hreinlæti; þvo hendur reglulega, nota handspritt þegar þörf krefur og hnerra eða hósta í einnnota þurrku eða í olnbogabótina.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira