Gylfi Þór vonast til að Everton endi tímabilið vel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 11:45 Síðasti leikur Everton áður en úrvalsdeildinni var frestað var 4-0 tap gegn Chelsea. James Williamson/Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, segir að frestun úrvalsdeildarinnar hafi komið sér einkar illa fyrir Everton þar sem hinn ítalski Carlo Ancelotti hafði aðeins verið þrjá mánuði starfi. Gylfi Þór var í viðtali við Sky Sports í morgun en ensk félög hófu æfingar að nýju í gær. Um frestun deildarinnar „Hún hefur ekki komið sér vel. Við vorum að venjast nýjum þjálfara og vorum enn að læra hvað hann vill fá frá okkur. Okkur hlakkar samt til síðustu níu leikja tímabilsins. Vonandi getum við komið sterkir inn úr pásunni og endað tímabilið vel,“ sagði Gylfi í viðtalinu. Um nýja stöðu í Everton-liðinu Everton hefur aðallega spilað 4-4-2 leikkerfi síðan Duncan Ferguson tók við sem bráðabirgðastjóri og Ancelotti hefur haldið því áfram. Þar á undan hafði Gylfi Þór aðallega leikið í „holunni“ á bakvið framherja liðsins þar sem hann blómstraði. Skoraði hann til að mynda fjórtán mörk á síðustu leiktíð en nú er hann hluti af tveggja manna miðju ásamt því að spila einstaka sinnum út á væng. „Ég hef verið hluti af tveggja manna miðju með íslenska landsliðinu og það er ekki mín náttúrulega staða á vellinum. Ég hef spilað flesta leiki (síðan Ancelotti tók við) og er orðinn vanur að spila þessa stöðu fyrir Ancelotti. Ég fæ ekki jafn mörg tækifæri til að fara fram á við og ég myndi vilja en þetta er eitthvað nýtt og ég nýt þess mjög.“ Um að spila fyrir luktum dyrum Gylfi fylgdist vel með því þegar þýska úrvalsdeildin fór aftur af stað síðastliðna helgi en allir leikirnir fóru fram fyrir luktum dyrum. Slíkt hið sama verður upp á teningnum í ensku deildinni og Gylfi er ekki beint spenntur fyrir því. „Ég held það eigi eftir að hafa gífurleg áhrif. Stuðningsmennirnir búa til andrúmsloftið og þeim fylgir mikil ástríða. Við leikmennirnir nærumst á því svo að sjálfsögðu veltir maður því fyrir sér hvernig það mun til dæmis vera að fagna marki.“ „Það verður allt öðruvísi að vinna leiki með enga stuðningsmenn í stúkunni en það verður ánægjulegt fyrir þá að hafa allavega fótbolta í sjónvarpinu. Vonandi er þetta bara fyrsta skrefið í rétta átt og við fáum stuðningsmenn aftur í stúkuna sem fyrst.“ Um ást sína á enska boltanum Að lokum ræddi Gylfi um ást sína á enska boltanum en 2-1 sigur Íslands á Englandi á EM í Frakklandi sumarið 2016 er eftirminnilegasti leikur hans á ferlinum. Er hann með málverk af sér að faðma föður sinn í leikslok í stofunni heima hjá sér. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar á EM í Frakklandi 2016.Vísir/EPA „Áhugi minn á enska boltanum byrjaði þegar ég var mjög ungur. Enska úrvalsdeildin var í sjónvarpinu og pabbi minn horfði venjulega á leiki með honum á bæði laugardögum og sunnudögum. Síðan fór ég á reynslu hjá nokkrum liðum og endaði á að skrifa undir hjá Reading.“ Þá viðurkenndi Gylfi að hann væri mjög spenntur fyrir því að komast aftur á æfingasvæðið. „Það hefur verið ánægjulegt að eyða tíma með fjölskyldunni og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. En ég og strákarnir í liðinu erum mjög spenntir fyrir því að komast aftur á æfingu,“ sagði Gylfi að endingu. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, leið vel með að snúa aftur á æfingasvæði félagsins í vikunni. Troy Deeney er ekki sama sinnis. 21. maí 2020 11:00 Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, segir að frestun úrvalsdeildarinnar hafi komið sér einkar illa fyrir Everton þar sem hinn ítalski Carlo Ancelotti hafði aðeins verið þrjá mánuði starfi. Gylfi Þór var í viðtali við Sky Sports í morgun en ensk félög hófu æfingar að nýju í gær. Um frestun deildarinnar „Hún hefur ekki komið sér vel. Við vorum að venjast nýjum þjálfara og vorum enn að læra hvað hann vill fá frá okkur. Okkur hlakkar samt til síðustu níu leikja tímabilsins. Vonandi getum við komið sterkir inn úr pásunni og endað tímabilið vel,“ sagði Gylfi í viðtalinu. Um nýja stöðu í Everton-liðinu Everton hefur aðallega spilað 4-4-2 leikkerfi síðan Duncan Ferguson tók við sem bráðabirgðastjóri og Ancelotti hefur haldið því áfram. Þar á undan hafði Gylfi Þór aðallega leikið í „holunni“ á bakvið framherja liðsins þar sem hann blómstraði. Skoraði hann til að mynda fjórtán mörk á síðustu leiktíð en nú er hann hluti af tveggja manna miðju ásamt því að spila einstaka sinnum út á væng. „Ég hef verið hluti af tveggja manna miðju með íslenska landsliðinu og það er ekki mín náttúrulega staða á vellinum. Ég hef spilað flesta leiki (síðan Ancelotti tók við) og er orðinn vanur að spila þessa stöðu fyrir Ancelotti. Ég fæ ekki jafn mörg tækifæri til að fara fram á við og ég myndi vilja en þetta er eitthvað nýtt og ég nýt þess mjög.“ Um að spila fyrir luktum dyrum Gylfi fylgdist vel með því þegar þýska úrvalsdeildin fór aftur af stað síðastliðna helgi en allir leikirnir fóru fram fyrir luktum dyrum. Slíkt hið sama verður upp á teningnum í ensku deildinni og Gylfi er ekki beint spenntur fyrir því. „Ég held það eigi eftir að hafa gífurleg áhrif. Stuðningsmennirnir búa til andrúmsloftið og þeim fylgir mikil ástríða. Við leikmennirnir nærumst á því svo að sjálfsögðu veltir maður því fyrir sér hvernig það mun til dæmis vera að fagna marki.“ „Það verður allt öðruvísi að vinna leiki með enga stuðningsmenn í stúkunni en það verður ánægjulegt fyrir þá að hafa allavega fótbolta í sjónvarpinu. Vonandi er þetta bara fyrsta skrefið í rétta átt og við fáum stuðningsmenn aftur í stúkuna sem fyrst.“ Um ást sína á enska boltanum Að lokum ræddi Gylfi um ást sína á enska boltanum en 2-1 sigur Íslands á Englandi á EM í Frakklandi sumarið 2016 er eftirminnilegasti leikur hans á ferlinum. Er hann með málverk af sér að faðma föður sinn í leikslok í stofunni heima hjá sér. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar á EM í Frakklandi 2016.Vísir/EPA „Áhugi minn á enska boltanum byrjaði þegar ég var mjög ungur. Enska úrvalsdeildin var í sjónvarpinu og pabbi minn horfði venjulega á leiki með honum á bæði laugardögum og sunnudögum. Síðan fór ég á reynslu hjá nokkrum liðum og endaði á að skrifa undir hjá Reading.“ Þá viðurkenndi Gylfi að hann væri mjög spenntur fyrir því að komast aftur á æfingasvæðið. „Það hefur verið ánægjulegt að eyða tíma með fjölskyldunni og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. En ég og strákarnir í liðinu erum mjög spenntir fyrir því að komast aftur á æfingu,“ sagði Gylfi að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, leið vel með að snúa aftur á æfingasvæði félagsins í vikunni. Troy Deeney er ekki sama sinnis. 21. maí 2020 11:00 Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, leið vel með að snúa aftur á æfingasvæði félagsins í vikunni. Troy Deeney er ekki sama sinnis. 21. maí 2020 11:00
Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14
Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33