Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. maí 2020 13:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist meðvitaður um neyðarástand sem komið er upp í nokkrum sveitarfélögum sem flest stóla að mestu leyti eða öllu á ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40
Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25