Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. maí 2020 14:45 Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda. Vísir/Vilhelm Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda. Hluthafar ákveða á morgun hvort stjórnendur Icelandair fái heimild til að fara í hlutafjárútboð. Samningafundir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair Group var slitið í gær og ekki boðað til nýs fundar. Forstjóri félagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að lokatilboð þess til Flugfreyjufélagsins hafi falið í sér krónutöluhækkanir á hæstu og lægstu laun um 12 prósent hækkun í tilfelli síðarnefnda hópsins. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og -þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem sé með þeim bestu sem þekkist á Vesturlöndum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru meðalmánaðarlaun flugliða fyrir fullt starf á síðasta ári 520 þúsund krónur og við það bættust um 140-145 þúsund króna dagpeningar á mánuði. Yfirflugfreyjur voru að meðaltali með um 740 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton á morgun klukkan fjögur. Allir hluthafar félagsins hafa rétt til að mæta á fundinn. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leifi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Ef stjórnendur fá heimildina er að sögn greinenda búist við að sjálft hlutafjárútboðið fari fljótlega fram. Þá hefur komið fram í samtali við greinendur í morgun að mikilvægt sé að samningar náist við Flugfreyjufélag Íslands fyrir útboðið. Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda. Hluthafar ákveða á morgun hvort stjórnendur Icelandair fái heimild til að fara í hlutafjárútboð. Samningafundir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair Group var slitið í gær og ekki boðað til nýs fundar. Forstjóri félagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að lokatilboð þess til Flugfreyjufélagsins hafi falið í sér krónutöluhækkanir á hæstu og lægstu laun um 12 prósent hækkun í tilfelli síðarnefnda hópsins. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og -þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem sé með þeim bestu sem þekkist á Vesturlöndum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru meðalmánaðarlaun flugliða fyrir fullt starf á síðasta ári 520 þúsund krónur og við það bættust um 140-145 þúsund króna dagpeningar á mánuði. Yfirflugfreyjur voru að meðaltali með um 740 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton á morgun klukkan fjögur. Allir hluthafar félagsins hafa rétt til að mæta á fundinn. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leifi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Ef stjórnendur fá heimildina er að sögn greinenda búist við að sjálft hlutafjárútboðið fari fljótlega fram. Þá hefur komið fram í samtali við greinendur í morgun að mikilvægt sé að samningar náist við Flugfreyjufélag Íslands fyrir útboðið.
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03
Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49