„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 17:00 Zoran Miljkovic og Arnar spiluðu saman á Skaganum og unnu þar titla saman. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Sjá meira