Trump enn og aftur grímulaus þrátt fyrir grímuskyldu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 08:50 Donald Trump prófar hlífðarskjöld í heimsókn sinni í Ford-verksmiðjunni í gær. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“