Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Stefán Ó. Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. maí 2020 14:00 Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair. icelandair Hluthafar Icelandair ákveða í dag hvort stjórn félagsins fái umboð til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton í dag en fundurinn er haldinn í skugga þess að ekki er búið að semja við flugfreyjur félagsins. Allir hluthafar hafa rétt á að fara á fundinn en vegna kórónuveirufaraldursins eru fjöldatakmarkanir. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboði. Engin fundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en flugfreyjur -og þjónar höfnuðu lokatilboði félagsins á miðvikudag. Fram kom í fréttum í gær að flugfreyjur eru ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launhækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir sakaði forstjóra félagsins í bréfi til félagsmanna í gær um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólki bréf um stöðu málsins. Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu nú í morgun. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Fleiri slíkir fundir verða haldnir nú í dag. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, segir tilgang breytinganna margvíslegan en almennt sé verið að auka vinnutíma og bjóða launahækkun um 5,7% nema á lægst launaða hópinn sem bauðst 12% hækkun launa. Fram kom í bréfi Boga til starfsmanna í gær að launin hækki þó ekki árin 2021 og 2022 en árið 2023 hækki þau í takt við launaþróun á íslenskum vinnumarkaði frá undirritun samningsins. „Þarna eru breytingar á vinnufyrirkomulaginu þannig að við erum að óska eftir því að fólk fljúgi meira. Við erum að gera kröfu um allt frá fimm tímum meira í mánuði í þrettán tíma meira. Þrettán tímarnir eru byggðir í kringum sumarstarfsmennina okkar sem koma inn og fljúga í þrjá til fjóra mánuði,“ segir Elísabet. Að sama skapi sé Icelandair að gera sig betur í stakk búið fyrir samkeppnina. „Við höfum séð það og heyrt það frá okkar ráðgjöfum að okkar freyjur og þjónar eru að skila 14 prósent minna vinnuframlagi en gengur og gerist í sambærilegum félögum í Evrópu. Við erum í raun að leiðrétta þetta en á sama tíma að hækka grunnlaun og gera ýmsar breytingar sem auka sveigjanleika hjá flugfreyjum og þjónum,“ segir Elísabet. Nefnir hún í því samhengi aukið framboð á hlutastörfum. „Síðan erum við líka að gera þetta þannig að hvíldin verði meiri í heimahöfn, fjarvera frá heimili ætti því að minnka hlutfallslega,“ segir Elísabet og undirstrikar það sem Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins sagði þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum við flugfreyjur í vikunni: Icelandair bjóði einhver bestu kjör sem þekkist á Vesturlöndum fyrir þessi störf. „Jafnframt höldum við í þessu sterku réttindi, eins og orlofs- og veikindarétt, sem og öll önnur almenn réttindi sem eru sterk á íslenskum vinnumarkaði,“ bætir Elísbet við. Mikill vilji að semja við FFÍ Ósamið hefur verið við flugfreyjur og þjóna í um 18 mánuði og hafa þær því ekki fengið launahækkanir, t.a.m. í samræmi við lífskjarasamningana, eins og aðrar flugstéttir. Aðspurð um þessa stöðu segir Elísabet það vissulega rétt, ekki hafi tekist að semja við FFÍ í langan tíma og þar beri báðir aðilar hluta af sökinni. Það verði þó ekki hjá því lítið að staða Icelandair hafi breyst til hins verra síðan lífskjarasamningarnir voru undirritaðir vorið 2019. Svigrúmið til launahækkana sé því minna en ella. Sem fyrr segir feli lokatilboð Icelandair samt sem áður í sér „góðar“ launahækkanir. „Við getum því staðið við það að við séum að bjóða bestu mögulegu kjör,“ segir Elísabet. Þá ítrekar hún það sem einnig hefur komið fram í máli Boga Nils. Öll áhersla Icelandair hafi verið á að semja við Flugfreyjufélag Íslands og því ekki komið til tals að semja framhjá félaginu. Það hafi ekki verið rætt „í eina mínútu,“ að sögn Elísabetar. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Hluthafar Icelandair ákveða í dag hvort stjórn félagsins fái umboð til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton í dag en fundurinn er haldinn í skugga þess að ekki er búið að semja við flugfreyjur félagsins. Allir hluthafar hafa rétt á að fara á fundinn en vegna kórónuveirufaraldursins eru fjöldatakmarkanir. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboði. Engin fundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en flugfreyjur -og þjónar höfnuðu lokatilboði félagsins á miðvikudag. Fram kom í fréttum í gær að flugfreyjur eru ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launhækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir sakaði forstjóra félagsins í bréfi til félagsmanna í gær um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólki bréf um stöðu málsins. Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu nú í morgun. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Fleiri slíkir fundir verða haldnir nú í dag. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, segir tilgang breytinganna margvíslegan en almennt sé verið að auka vinnutíma og bjóða launahækkun um 5,7% nema á lægst launaða hópinn sem bauðst 12% hækkun launa. Fram kom í bréfi Boga til starfsmanna í gær að launin hækki þó ekki árin 2021 og 2022 en árið 2023 hækki þau í takt við launaþróun á íslenskum vinnumarkaði frá undirritun samningsins. „Þarna eru breytingar á vinnufyrirkomulaginu þannig að við erum að óska eftir því að fólk fljúgi meira. Við erum að gera kröfu um allt frá fimm tímum meira í mánuði í þrettán tíma meira. Þrettán tímarnir eru byggðir í kringum sumarstarfsmennina okkar sem koma inn og fljúga í þrjá til fjóra mánuði,“ segir Elísabet. Að sama skapi sé Icelandair að gera sig betur í stakk búið fyrir samkeppnina. „Við höfum séð það og heyrt það frá okkar ráðgjöfum að okkar freyjur og þjónar eru að skila 14 prósent minna vinnuframlagi en gengur og gerist í sambærilegum félögum í Evrópu. Við erum í raun að leiðrétta þetta en á sama tíma að hækka grunnlaun og gera ýmsar breytingar sem auka sveigjanleika hjá flugfreyjum og þjónum,“ segir Elísabet. Nefnir hún í því samhengi aukið framboð á hlutastörfum. „Síðan erum við líka að gera þetta þannig að hvíldin verði meiri í heimahöfn, fjarvera frá heimili ætti því að minnka hlutfallslega,“ segir Elísabet og undirstrikar það sem Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins sagði þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum við flugfreyjur í vikunni: Icelandair bjóði einhver bestu kjör sem þekkist á Vesturlöndum fyrir þessi störf. „Jafnframt höldum við í þessu sterku réttindi, eins og orlofs- og veikindarétt, sem og öll önnur almenn réttindi sem eru sterk á íslenskum vinnumarkaði,“ bætir Elísbet við. Mikill vilji að semja við FFÍ Ósamið hefur verið við flugfreyjur og þjóna í um 18 mánuði og hafa þær því ekki fengið launahækkanir, t.a.m. í samræmi við lífskjarasamningana, eins og aðrar flugstéttir. Aðspurð um þessa stöðu segir Elísabet það vissulega rétt, ekki hafi tekist að semja við FFÍ í langan tíma og þar beri báðir aðilar hluta af sökinni. Það verði þó ekki hjá því lítið að staða Icelandair hafi breyst til hins verra síðan lífskjarasamningarnir voru undirritaðir vorið 2019. Svigrúmið til launahækkana sé því minna en ella. Sem fyrr segir feli lokatilboð Icelandair samt sem áður í sér „góðar“ launahækkanir. „Við getum því staðið við það að við séum að bjóða bestu mögulegu kjör,“ segir Elísabet. Þá ítrekar hún það sem einnig hefur komið fram í máli Boga Nils. Öll áhersla Icelandair hafi verið á að semja við Flugfreyjufélag Íslands og því ekki komið til tals að semja framhjá félaginu. Það hafi ekki verið rætt „í eina mínútu,“ að sögn Elísabetar.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51
Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25