Flugmenn samþykktu kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2020 16:28 Félagsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna samþykktu kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag. Flugmenn samþykktu kjarasamning við Icelandair með yfirgnæfandi meirihluta. Rafnrænni atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var afar góð en 96% félagsmanna tóku þátt. Af þeim sem tóku þátt sögðu rúm 96% já en 2,6% sögðu nei. 1,18% félagsmanna skiluðu auðu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði á hluthafafundi félagsins í dag að það væri gríðarlega jákvætt skref að flugmenn hefðu samþykkt samninginn.„Þetta er mikilvægt skref sem flugmenn stigu með félaginu,“ sagði Bogi í ræðu sinni á hluthafafundinum. Eins og kunnugt er, er enn ósamið við flugliða félagsins en Bogi kvaðst bjartsýnn á að samningar takist á næstu dögum. Unnið væri að sömu markmiðum í þeim samningum og gert var með flugmönnum og flugvirkjum; að auka framleiðni, sveigjanleika og samkeppnishæfni félagsins en að standa um leið vörð um lífskjör fólks. „Það er mikil ánægja að sjá samstöðu okkar fólks á þessum erfiðu tímum. Icelandair er og verður mikilvægur hluti af efnahagslífi Íslands og hryggjarstykkið í öflugri viðspyrnu í kjölfar faraldursins sem lamað hefur flugsamgöngur undanfarna mánuði,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Nýr kjarasamningur felur í sér talsverðar breytingar og styrkir samheppnishæfi félagsins til lengri tíma, að sögn forstjóra Icelandair. 15. maí 2020 13:25 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Flugmenn samþykktu kjarasamning við Icelandair með yfirgnæfandi meirihluta. Rafnrænni atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var afar góð en 96% félagsmanna tóku þátt. Af þeim sem tóku þátt sögðu rúm 96% já en 2,6% sögðu nei. 1,18% félagsmanna skiluðu auðu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði á hluthafafundi félagsins í dag að það væri gríðarlega jákvætt skref að flugmenn hefðu samþykkt samninginn.„Þetta er mikilvægt skref sem flugmenn stigu með félaginu,“ sagði Bogi í ræðu sinni á hluthafafundinum. Eins og kunnugt er, er enn ósamið við flugliða félagsins en Bogi kvaðst bjartsýnn á að samningar takist á næstu dögum. Unnið væri að sömu markmiðum í þeim samningum og gert var með flugmönnum og flugvirkjum; að auka framleiðni, sveigjanleika og samkeppnishæfni félagsins en að standa um leið vörð um lífskjör fólks. „Það er mikil ánægja að sjá samstöðu okkar fólks á þessum erfiðu tímum. Icelandair er og verður mikilvægur hluti af efnahagslífi Íslands og hryggjarstykkið í öflugri viðspyrnu í kjölfar faraldursins sem lamað hefur flugsamgöngur undanfarna mánuði,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Nýr kjarasamningur felur í sér talsverðar breytingar og styrkir samheppnishæfi félagsins til lengri tíma, að sögn forstjóra Icelandair. 15. maí 2020 13:25 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Nýr kjarasamningur felur í sér talsverðar breytingar og styrkir samheppnishæfi félagsins til lengri tíma, að sögn forstjóra Icelandair. 15. maí 2020 13:25
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03