Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. maí 2020 16:40 Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á hluthafafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira
Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira