Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2020 21:57 Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. Nokkur sveitarfélög þar sem áfallið er hvað mest munu verða fyrir það miklu tekjufalli að þau munu ekki ráða við þetta. Lágmarks lögbundin þjónusta og launagreiðslur verða erfiðar þegar kemur fram á árið en við erum ekki komin þangað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnarráðherra. Í úttekt Byggðastofnunar kemur fram að níu sveitarfélög verði fyrir þyngsta högginu vegna hruns ferðaþjónustunnar. Líkt og sést á þessari mynd eru áhrifin mikil á Suðurlandi og einnig á Suðurnesjum þar sem stjórnvöld hafa þó samþykkt sértækar aðgerðir sem sveitarfélögin þar munu fjalla um í næstu viku. Útlitið er einna svartast í Skaftárhreppi þar sem gert er ráð fyrir að útsvarsstofn lækki um allt að 29 prósent og atvinnuleysi mælist um þrjátíu prósent. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið gæti verið að horfa upp á að erfitt verði að halda úti þjónustu að óbreyttu. ,,Vandinn er mjög bráður og við erum þegar farin að finna fyrir tekjusamdrætti,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Starfshópur vinnur nú að greiningu á ástandinu. Að sögn ráðherra á hún að liggja fyrir í fyrri hluta næsta mánaðar. Einhver sveitarfélög kvarta undan því að þetta taki of langan tíma, að vandinn sé núna. ,,Já ég er nú bara ekki sammála því. Ég held að samtalið sé í mjög góðum farveg,“ segir Sigurður Ingi ,,Við getum ekki beðið, það er ótækt að missa það að það verði farið í einhverjar aðgerðir, að missa það inn í sumarfrí. Við þurfum að það sé brugðist við strax,“ segir Sandra. Óvissuástandið sé algjört. Þegar tekjurnar dragast svona saman að þá auðvitað minnkar þanþol sveitarfélagsins til lántöku. Á meðan við vitum ekki hvaða aðgerðir ríkið ætlar að ráðast í er erfitt fyrir okkur að bregðast við,“ segir Sandra. Skaftárhreppur Tengdar fréttir Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. Nokkur sveitarfélög þar sem áfallið er hvað mest munu verða fyrir það miklu tekjufalli að þau munu ekki ráða við þetta. Lágmarks lögbundin þjónusta og launagreiðslur verða erfiðar þegar kemur fram á árið en við erum ekki komin þangað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnarráðherra. Í úttekt Byggðastofnunar kemur fram að níu sveitarfélög verði fyrir þyngsta högginu vegna hruns ferðaþjónustunnar. Líkt og sést á þessari mynd eru áhrifin mikil á Suðurlandi og einnig á Suðurnesjum þar sem stjórnvöld hafa þó samþykkt sértækar aðgerðir sem sveitarfélögin þar munu fjalla um í næstu viku. Útlitið er einna svartast í Skaftárhreppi þar sem gert er ráð fyrir að útsvarsstofn lækki um allt að 29 prósent og atvinnuleysi mælist um þrjátíu prósent. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið gæti verið að horfa upp á að erfitt verði að halda úti þjónustu að óbreyttu. ,,Vandinn er mjög bráður og við erum þegar farin að finna fyrir tekjusamdrætti,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Starfshópur vinnur nú að greiningu á ástandinu. Að sögn ráðherra á hún að liggja fyrir í fyrri hluta næsta mánaðar. Einhver sveitarfélög kvarta undan því að þetta taki of langan tíma, að vandinn sé núna. ,,Já ég er nú bara ekki sammála því. Ég held að samtalið sé í mjög góðum farveg,“ segir Sigurður Ingi ,,Við getum ekki beðið, það er ótækt að missa það að það verði farið í einhverjar aðgerðir, að missa það inn í sumarfrí. Við þurfum að það sé brugðist við strax,“ segir Sandra. Óvissuástandið sé algjört. Þegar tekjurnar dragast svona saman að þá auðvitað minnkar þanþol sveitarfélagsins til lántöku. Á meðan við vitum ekki hvaða aðgerðir ríkið ætlar að ráðast í er erfitt fyrir okkur að bregðast við,“ segir Sandra.
Skaftárhreppur Tengdar fréttir Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28