Hertz óskar eftir greiðslustöðvun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 07:49 Frá starfsstöð Hertz í Texas í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Bílaleigan Hertz í Bandaríkjunum sótti í gær um greiðslustöðvun. Fyrirtækið er eitt þeirra sem komið hefur illa út úr þeim fjárhagslegu hremmingum sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið. Það ætlar þó ekki að hætta rekstri. CNN greinir frá. „Áhrif Covid-19 á eftirspurn eftir ferðalögum voru skyndileg og mikil, sem olli óvæntri niðursveiflu í hagnaði félagsins og bókunum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar sagði einnig að þar sem óljóst væri hvenær markaður notaðra bíla og hvenær fyrirtækið gæti aftur fengið tekjur hefði greiðslustöðvun verið það eina í stöðunni. Bílaleigubransi heimsins hefur átt erfitt uppdráttar síðan ferðatakmörkunum var komið á víða um heim vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Um tveir þriðju af tekjum bílaleiga koma frá starfsstöðvum þeirra á eða við flugvelli, sem nú eru mannfærri en oft áður. Þrátt fyrir að Hertz hafi sótt um greiðslustöðvun þýðir það ekki endilega að rekstri fyrirtækisins sé lokið. Í yfirlýsingu frá Hertz segir að ferlið muni veita fyrirtækinu „traustari fjárhagslegan grundvöll sem setur fyrirtækið í góða stöðu á meðan það vinnur sig í gegnum það sem gæti verið langt efnahagslegt bataskeið.“ Hertz hefur leigt fólki bíla í meira en 100 ár, eða frá 1918, og hefur því lifað af Kreppuna miklu, frost í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og fleira. Uppfært klukkan 09:22: Vegna fyrirspurna sem fréttastofu hafa borist er rétt að árétta að um er að ræða Hertz í Norður-Ameríku, en ekki á Íslandi. Bandaríkin Bílaleigur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bílaleigan Hertz í Bandaríkjunum sótti í gær um greiðslustöðvun. Fyrirtækið er eitt þeirra sem komið hefur illa út úr þeim fjárhagslegu hremmingum sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið. Það ætlar þó ekki að hætta rekstri. CNN greinir frá. „Áhrif Covid-19 á eftirspurn eftir ferðalögum voru skyndileg og mikil, sem olli óvæntri niðursveiflu í hagnaði félagsins og bókunum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar sagði einnig að þar sem óljóst væri hvenær markaður notaðra bíla og hvenær fyrirtækið gæti aftur fengið tekjur hefði greiðslustöðvun verið það eina í stöðunni. Bílaleigubransi heimsins hefur átt erfitt uppdráttar síðan ferðatakmörkunum var komið á víða um heim vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Um tveir þriðju af tekjum bílaleiga koma frá starfsstöðvum þeirra á eða við flugvelli, sem nú eru mannfærri en oft áður. Þrátt fyrir að Hertz hafi sótt um greiðslustöðvun þýðir það ekki endilega að rekstri fyrirtækisins sé lokið. Í yfirlýsingu frá Hertz segir að ferlið muni veita fyrirtækinu „traustari fjárhagslegan grundvöll sem setur fyrirtækið í góða stöðu á meðan það vinnur sig í gegnum það sem gæti verið langt efnahagslegt bataskeið.“ Hertz hefur leigt fólki bíla í meira en 100 ár, eða frá 1918, og hefur því lifað af Kreppuna miklu, frost í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og fleira. Uppfært klukkan 09:22: Vegna fyrirspurna sem fréttastofu hafa borist er rétt að árétta að um er að ræða Hertz í Norður-Ameríku, en ekki á Íslandi.
Bandaríkin Bílaleigur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira