Hávært kynlíf leiddi til lögregluheimsóknar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 10:22 Lögreglan fær ófá símtöl þar sem kvartað er yfir hávaða. vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti nú fyrir stuttu færslu á Facebook-síðu sinni þar sem lýst er lögregluheimsókn á heimili eitt í umdæminu. Ástæðan var hávaðakvörtun nágranna, en upptök hávaðans reyndist vera kynlíf pars nokkurs. Í færslu lögreglunnar segir að lögreglan fái ófá símtöl þar sem kvartað er undan hávaða. Tilefnið sé misjafnt, en hátt stillt tónlist sé eitt helsta tilefni slíkra kvartana, sem og hávaðasamar framkvæmdir. „Sama má segja um hávaðasöm rifrildi, en þá kunna eðlilega að vakna áhyggjur um að ofbeldi sé beitt. Það síðastnefnda virtist eiga við í ónefndu húsi í umdæminu nýverið og var lögreglan fljót á vettvang. Barið var valdsmannslega á útidyrahurðina hjá íbúunum þaðan sem hávaðinn barst, en sá sem tilkynnti um málið var mjög áhyggjufullur um það sem gekk á,“ segir í færslunni. Þegar dyrnar hafi opnast hafi tekið á móti lögreglumönnunum maður á adamsklæðunum, sem virtist í þokkabót nokkuð hissa á því að fá lögregluna í heimsókn. Aðspurður hafi maðurinn ekki sagst einn. „Á bak við hann birtist kona og kom í dyragættina. Ekki var að sjá að neitt amaði að henni og þvert á móti virtist hún vera alsæl. Aðspurð um hávaðann sögðust þau hafa verið að stunda kynlíf og játuðu að því hefði fylgt nokkur hávaði.“ Lögreglu hafi ekki þótt ástæða til að leggja frekari spurningar fyrir fólkið, sem lögreglu þótti nokkuð vandræðalegt eftir heimsóknina. „Þau voru kvödd við svo búið og vinsamlegast beðin um að hafa lægra við iðju sína í húsinu og tóku skötuhjúin vel í tilmælin.“ Lögreglumál Kynlíf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti nú fyrir stuttu færslu á Facebook-síðu sinni þar sem lýst er lögregluheimsókn á heimili eitt í umdæminu. Ástæðan var hávaðakvörtun nágranna, en upptök hávaðans reyndist vera kynlíf pars nokkurs. Í færslu lögreglunnar segir að lögreglan fái ófá símtöl þar sem kvartað er undan hávaða. Tilefnið sé misjafnt, en hátt stillt tónlist sé eitt helsta tilefni slíkra kvartana, sem og hávaðasamar framkvæmdir. „Sama má segja um hávaðasöm rifrildi, en þá kunna eðlilega að vakna áhyggjur um að ofbeldi sé beitt. Það síðastnefnda virtist eiga við í ónefndu húsi í umdæminu nýverið og var lögreglan fljót á vettvang. Barið var valdsmannslega á útidyrahurðina hjá íbúunum þaðan sem hávaðinn barst, en sá sem tilkynnti um málið var mjög áhyggjufullur um það sem gekk á,“ segir í færslunni. Þegar dyrnar hafi opnast hafi tekið á móti lögreglumönnunum maður á adamsklæðunum, sem virtist í þokkabót nokkuð hissa á því að fá lögregluna í heimsókn. Aðspurður hafi maðurinn ekki sagst einn. „Á bak við hann birtist kona og kom í dyragættina. Ekki var að sjá að neitt amaði að henni og þvert á móti virtist hún vera alsæl. Aðspurð um hávaðann sögðust þau hafa verið að stunda kynlíf og játuðu að því hefði fylgt nokkur hávaði.“ Lögreglu hafi ekki þótt ástæða til að leggja frekari spurningar fyrir fólkið, sem lögreglu þótti nokkuð vandræðalegt eftir heimsóknina. „Þau voru kvödd við svo búið og vinsamlegast beðin um að hafa lægra við iðju sína í húsinu og tóku skötuhjúin vel í tilmælin.“
Lögreglumál Kynlíf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira