Fjöldi lítilla fyrirtækja komi ekki á óvart Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. maí 2020 23:00 Ingibjörg Björnsdóttir, verkefnastjóri Litla Íslands. Vísir Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“ Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“
Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50