Katrín óskar eftir símafundi með Trump Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/vilhelm/getty Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Sjá meira
Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49
Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28
Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56