Fæðuöryggi hvílir á heilbrigðu vistkerfi Kjartan Almar Kárason skrifar 24. maí 2020 16:15 Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun