Spenntust fyrir brenniboltaleik milli kennara og nemenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2020 22:23 Krakkarnir í Dalskóla eru spenntastir fyrir brenniboltaleik milli nemenda og kennara. UMFÍ Hreyfivika UMFÍ hefst á morgun, mánudaginn 25. maí og stendur hún til sunnudagsins 31. maí næstkomandi. Í hreyfivikunni standa boðberar hreyfingar fyrir viðburðum um allt land en það geta verið einstaklingar, íþróttafélög, fyrirtæki eða sveitarfélög sem standa fyrir viðburði og hvetur boðberinn samferðafólk sitt til að hreyfa sig eins og fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ. Meðal þeirra sem taka þátt í átakinu eru nemendur við Dalskóla í Grafarholti og segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla nemendur mjög spennta fyrir vikunni. Hreyfivikan í Dalskóla hefst á því að nemendur fara í Gufunesbæ í ýmsa leiki á mánudag og þriðjudag en á miðvikudag verður brenniboltakeppni milli kennara og nemenda í áttunda bekk og fótboltamót undir vikulokin. Ólafur Snorri Rafnsson og Bjarni Jóhannsson, íþróttakennarar við Dalskóla.UMFÍ „Nemendur okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brenniboltaleiknum milli kennara og nemenda og fótboltamótinu sem verður milli árganga í vikunni,“ segir Ólafur Snorri. „Það verður líka gaman að finna skúr og kenna börnunum að fara í Yfir.“ Hreyfivikan hefur verið haldin á hverju ári síðan árið 2012 og með átakinu eru landsmenn hvattir til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og virkja fólk í kring um sig. „Öll hreyfing telur, eina skilyrðið er að hún veiti fólki ánægju,“ segir í tilkynningunni. Hreyfivika UMFÍ hefur verið haldin árlega frá 2012.UMFÍ Í ár verða viðburðir á yfir 40 stöðum um allt land en boðberar eru viðstöðulaust að bætast í hópinn og geta viðburðirnir því hæglega orðið mun fleiri. Viðburðina má finna hér. Í fyrra var skorað sérstaklega á nemendur í grunnskólum landsins að taka þátt í átakinu. Fleiri skólar hafa bæst við og fengu þeir senda brennibolta til að leika sér með. Íþróttir Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Hreyfivika UMFÍ hefst á morgun, mánudaginn 25. maí og stendur hún til sunnudagsins 31. maí næstkomandi. Í hreyfivikunni standa boðberar hreyfingar fyrir viðburðum um allt land en það geta verið einstaklingar, íþróttafélög, fyrirtæki eða sveitarfélög sem standa fyrir viðburði og hvetur boðberinn samferðafólk sitt til að hreyfa sig eins og fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ. Meðal þeirra sem taka þátt í átakinu eru nemendur við Dalskóla í Grafarholti og segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla nemendur mjög spennta fyrir vikunni. Hreyfivikan í Dalskóla hefst á því að nemendur fara í Gufunesbæ í ýmsa leiki á mánudag og þriðjudag en á miðvikudag verður brenniboltakeppni milli kennara og nemenda í áttunda bekk og fótboltamót undir vikulokin. Ólafur Snorri Rafnsson og Bjarni Jóhannsson, íþróttakennarar við Dalskóla.UMFÍ „Nemendur okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brenniboltaleiknum milli kennara og nemenda og fótboltamótinu sem verður milli árganga í vikunni,“ segir Ólafur Snorri. „Það verður líka gaman að finna skúr og kenna börnunum að fara í Yfir.“ Hreyfivikan hefur verið haldin á hverju ári síðan árið 2012 og með átakinu eru landsmenn hvattir til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og virkja fólk í kring um sig. „Öll hreyfing telur, eina skilyrðið er að hún veiti fólki ánægju,“ segir í tilkynningunni. Hreyfivika UMFÍ hefur verið haldin árlega frá 2012.UMFÍ Í ár verða viðburðir á yfir 40 stöðum um allt land en boðberar eru viðstöðulaust að bætast í hópinn og geta viðburðirnir því hæglega orðið mun fleiri. Viðburðina má finna hér. Í fyrra var skorað sérstaklega á nemendur í grunnskólum landsins að taka þátt í átakinu. Fleiri skólar hafa bæst við og fengu þeir senda brennibolta til að leika sér með.
Íþróttir Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira