Samkomubann í fjórar vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 11:07 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira