Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 11:13 Volkswagen kom fyrir ólöglegum hugbúnaði í dísilbílum sem dró tímabundið úr magni svifryks í útblæstri á meðan þeir voru í mengunarprófum. Fyrirtækið hefur þurft að greiða þúsundi milljarða í skaðabætur og sektir vegna svikanna. Vísir/EPA Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. Volkswagen varð uppvíst að því að eiga við vélar í dísilbílum til þess að fela fyrir yfirvöldum hversu mikið bílarnir menguðu. Hugbúnaður, sem komið var fyrir í bílunum, gerði það að verkum að útblástur þeirra var hreinni þegar þeir voru í útblástursprófum en þegar þeir voru komnir á götuna. Þeir sem keyptu slíka bíla eiga rétt á að skila þeim og fá kaupverðið endurgreitt að hluta með dómi dómstóls í Karlsruhe í dag. Reuters-fréttastofan segir að dómurinn sé mikið áfall fyrir þýska bílaframleiðandann þar sem hann setur fordæmi fyrir um 60.000 dómsmál sem bíða úrlausnar á neðri stigum þýska réttarkerfisins. Útblásturshneykslið hefur þegar kostað Volkswagen meira en þrjátíu milljarða evra, jafnvirði tæplega 4.700 milljarða íslenskra króna, í skaðabótagreiðslur og stjórnvaldssektir til þessa. Bandarísk yfirvöld tóku Volkswagen-bílana úr umferð sem leiddi til skaðabótakrafna. Bílarnir voru ekki bannaðir í Evrópu og héldu lögmenn bílaframleiðandans því fram að skaðabótakröfur ættu ekki rétt á sér þar. Þýskaland Bílar Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. Volkswagen varð uppvíst að því að eiga við vélar í dísilbílum til þess að fela fyrir yfirvöldum hversu mikið bílarnir menguðu. Hugbúnaður, sem komið var fyrir í bílunum, gerði það að verkum að útblástur þeirra var hreinni þegar þeir voru í útblástursprófum en þegar þeir voru komnir á götuna. Þeir sem keyptu slíka bíla eiga rétt á að skila þeim og fá kaupverðið endurgreitt að hluta með dómi dómstóls í Karlsruhe í dag. Reuters-fréttastofan segir að dómurinn sé mikið áfall fyrir þýska bílaframleiðandann þar sem hann setur fordæmi fyrir um 60.000 dómsmál sem bíða úrlausnar á neðri stigum þýska réttarkerfisins. Útblásturshneykslið hefur þegar kostað Volkswagen meira en þrjátíu milljarða evra, jafnvirði tæplega 4.700 milljarða íslenskra króna, í skaðabótagreiðslur og stjórnvaldssektir til þessa. Bandarísk yfirvöld tóku Volkswagen-bílana úr umferð sem leiddi til skaðabótakrafna. Bílarnir voru ekki bannaðir í Evrópu og héldu lögmenn bílaframleiðandans því fram að skaðabótakröfur ættu ekki rétt á sér þar.
Þýskaland Bílar Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira