Íbúasamtök í vesturborginni telja of langt gengið í þéttingu byggðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 13:29 Framkvæmdir á Hlíðarenda í Reykjavík. Benóný gagnrýnir meðal annars að gengið hafi verið á Öskjuhlíð og Vatnsmýrina við þéttingu byggðar í borginni. Vísir/Vilhelm Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“. Reykjavík Skipulag Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira