Íbúasamtök í vesturborginni telja of langt gengið í þéttingu byggðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 13:29 Framkvæmdir á Hlíðarenda í Reykjavík. Benóný gagnrýnir meðal annars að gengið hafi verið á Öskjuhlíð og Vatnsmýrina við þéttingu byggðar í borginni. Vísir/Vilhelm Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“. Reykjavík Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Byggð í hverfum í vesturhluta Reykjavíkur hefur verið þétt of mikið að mati þriggja íbúasamtaka þar. Formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar segir undarlegt að svo mikil áhersla sé lögð á að þétta byggð þar sem hún sé langþéttust í borgini fyrir. Ofþétting er sögð hafa átt sér stað á sumum svæðum í sameiginlegri ályktun stjórna Íbúasamtaka Vesturbæjar, Miðborgar og 3. hverfis. Þrátt fyrir að þétting sé almennt af því góð og borgaryfirvöld hafi lagt áherslu á að þétting eigi fyrst og fremst að vera á eldri atvinnulóðum og vannýttum svæðum hafi raunin verið sú að gengið hafi verið á græn svæði borgarinnar sem séu fyrir af skornum skammti. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir við Vísi að möguleikar til útivistar séu sífellt að minnka vegna þéttingarinnar. „Það er líka verið að byggja mjög hátt á þessum auðu blettum, skyggja á sól, til dæmis í kringum Austurvöll, Ingólfstorg og Arnarhól. Þetta ber allt að sama brunni í þessum hverfum. Okkur finnst skrýtið að það sé verið að þétta svona mikið hér þar sem er langþéttasta byggðin í Reykjavík,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Benóný að íbúar í Hlíðum og Holtum berjist nú gegn uppbyggingu á svonefndum saltfiskreit við Sjómannaskólann, þrengt sé að Vatnsmýrinni og Öskuhlíðinni, uppbygging sé á allri strandlengjunni út á Granda og þá sé varla auður blettur í miðborginni þar sem ekki sé verið að byggja. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Opin svæði fyrir börn „hverfandi auðlind“ Þá telur Benóný þrengt að börnum með þéttingu byggðar í vestanverðri borginni. „Í þessum nýju húsum sem er verið að byggja á mörgum stöðum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn. Það er byggt alveg út í lóðarmörk og þess háttar þannig að opin svæði fyrir börn eru hverfandi auðlind hérna í vesturhlutanum,“ segir hann. Íbúasamtökin þrjú gagnrýna einnig í ályktun sinni að ekki sé nægilega tekið mark á athugasemdum íbúa í meðferð á deiliskipulagsbreytingum. Íbúar hafi ítrekað orðað áhyggjur sínar af stöðu og gæðum útivistarsvæða við þéttingu í athugasemdum við skipulagsvinnu borgarinnar. „Réttur til athugasemda er lítils virði ef einungis er tekið mark á athugasemdum frá opinberum aðilum en látið hjá líða að taka mark á athugasemdum íbúa. Samráðsleysið við borgarbúa, sem ítrekað benda á hvernig auka megi gæði almenningsrýma, er áberandi,“ segir í ályktun stjórnanna. Skora þau á borgaryfirvöld að íhuga núverandi stefnu um þéttingu byggðar og að fjárfesta í að greina samráðsferlið með tilliti til „skilvirkni, gagnsæis og notendavænni ferla“.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira