Dæmdur morðingi gæti náð kjöri sem forseti Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 14:41 Bouterse komst fyrst til valda í valdaráni árið 1980 og stýrði Súrínam í reynd til 1987. Hann studdi aftur valdarán gegn sitjandi forseta árið 1990 en var sjálfur kjörinn forseti árið 2010 og náði endurkjöri 2015. Vísir/EPA Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök. Súrínam Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök.
Súrínam Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira