Þríeykið klökknaði undir ræðu Svandísar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2020 14:41 Þetta var tilfinningaþrungin stund. Vísir//Berghildur „Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. „Þvílík gæfa að hafa þetta fólk, umhyggja, fagmennska og öryggi. Allt sem við þurftum. Nákvæmlega það sem samfélagið þurfti,“ sagði Svandís sem afhenti Ölmu, Þórólfi og Víði blóm í tilefni þess að búið er að aflétta neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi „Á þessum degi vil ég afhenda ykkur dálítinn þakklætisvott fyrir ykkar einstaka framlag á sannarlega fordæmalausum tímum. Fyrir að mennta okkur, upplýsa okkur og þykja vænt um samfélagið. Takk fyrir ykkur, ég held við verðum að klappa fyrir þeim,“ sagði Svandís. Áður hafði hún stiklað á stóru yfir efni upplýsingafundanna og farið yfir þær áhyggjur sem þar hafi verið viðraðar. „Er hægt að nota þessa veirupinna frá Össuri? Þetta er kannski óvenjulegt en segir manni að maður eigi ekki að fá sér tígrisdýr á þessum tíma. Hvernig ber maður eiginlega fram Ishcgl. Við erum öll almannavarnir.“ Alltaf hafi landsmenn samt sem áður getað sótt öryggistilfinningu í viðmót þríeykisins. „Spenna í loftinu en samt öryggi. Þau brosa til hvers annars, þetta hlýtur að vera í lagi,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. „Þvílík gæfa að hafa þetta fólk, umhyggja, fagmennska og öryggi. Allt sem við þurftum. Nákvæmlega það sem samfélagið þurfti,“ sagði Svandís sem afhenti Ölmu, Þórólfi og Víði blóm í tilefni þess að búið er að aflétta neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi „Á þessum degi vil ég afhenda ykkur dálítinn þakklætisvott fyrir ykkar einstaka framlag á sannarlega fordæmalausum tímum. Fyrir að mennta okkur, upplýsa okkur og þykja vænt um samfélagið. Takk fyrir ykkur, ég held við verðum að klappa fyrir þeim,“ sagði Svandís. Áður hafði hún stiklað á stóru yfir efni upplýsingafundanna og farið yfir þær áhyggjur sem þar hafi verið viðraðar. „Er hægt að nota þessa veirupinna frá Össuri? Þetta er kannski óvenjulegt en segir manni að maður eigi ekki að fá sér tígrisdýr á þessum tíma. Hvernig ber maður eiginlega fram Ishcgl. Við erum öll almannavarnir.“ Alltaf hafi landsmenn samt sem áður getað sótt öryggistilfinningu í viðmót þríeykisins. „Spenna í loftinu en samt öryggi. Þau brosa til hvers annars, þetta hlýtur að vera í lagi,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira