„Við erum ekki að reyna að hafa lokað“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2020 15:47 Frá aðstöðunni við ylströndina í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þó svo að takmörkunum á baðstöðum hafi verið aflétt að hluta. Á meðan sundlaugar voru opnaðar í síðustu viku var ekki hægt að fara í sturtuklefa ylstrandarinnar né að demba sér í pottinn eftir sjósund. Þótti það einkennilegt, sér í lagi í ljósi þess að samskonar pottur á Akranesi, sem kallast Guðlaug, var opinn. Frá borginni fengust þau svör að um tilmæli frá sóttvarnalækni væri að ræða og að aðstaðan við ströndina yrði líkast til opnuð á mánudeginum, sem rann upp í dag en ekkert varð af opnuninni. Svörin frá borginni voru á þá leið að nándin væri of mikil í sturtuklefunum og enginn klór í pottinum. Sem aftur, þótti einkennilegt í ljósi fyrrgreindra ástæðna. Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri ylstrandarinnar í Nauthólsvík, segir ástæðuna fyrir lokun baðstaðarins einfalda og ekki varða tilmæli sóttvarnalæknis. Málið snúist um það að hann hafi ekki starfsfólk til að standa vaktina. Á ylströndinni sé starfsfólkið ekki fastráðið heldur ráðið tímabundið til að sinna eftirliti og viðhaldi. Í mars var ylströndinni lokað vegna tilmæla sóttvarnalæknis og ekki fyrirséð hvenær hægt yrði að leyfa gestum hennar að nýta sér sturtuklefana og pottinn. Þegar sóttvarnalæknir tilkynnti 4. maí að hann hefði mælst til þess við heilbrigðisráðherra að sundlaugar mættu opna 18. maí, reyndist of skammur tími til að manna stöður í Nauthólsvíkinni. Aðstandendur hennar unnu út frá því að hægt yrði í fyrsta lagi að opna ströndina í kringum 15. júní, því hafi verið gerðir samningar við starfsfólk um að hefja störf í júní. Óttar segir að stefnt sé að opnun aðstöðunnar í Nauthólsvík fyrir helgi, verið sé að undirbúa starfsfólk til að taka þar til starfa, meðal annars þarf það að undirgangast skyndihjálparnámskeið. „Við erum ekki að reyna að hafa lokað,“ segir Óttar í samtali við Vísi. Þegar aðstaðan verður opnuð, vonandi fyrir helgina, þá taki sumaropnun gildi, sem þýðir að opið verður alla daga frá tíu á morgnanna til sjö á kvöldin. Sundlaugar Heilsa Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þó svo að takmörkunum á baðstöðum hafi verið aflétt að hluta. Á meðan sundlaugar voru opnaðar í síðustu viku var ekki hægt að fara í sturtuklefa ylstrandarinnar né að demba sér í pottinn eftir sjósund. Þótti það einkennilegt, sér í lagi í ljósi þess að samskonar pottur á Akranesi, sem kallast Guðlaug, var opinn. Frá borginni fengust þau svör að um tilmæli frá sóttvarnalækni væri að ræða og að aðstaðan við ströndina yrði líkast til opnuð á mánudeginum, sem rann upp í dag en ekkert varð af opnuninni. Svörin frá borginni voru á þá leið að nándin væri of mikil í sturtuklefunum og enginn klór í pottinum. Sem aftur, þótti einkennilegt í ljósi fyrrgreindra ástæðna. Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri ylstrandarinnar í Nauthólsvík, segir ástæðuna fyrir lokun baðstaðarins einfalda og ekki varða tilmæli sóttvarnalæknis. Málið snúist um það að hann hafi ekki starfsfólk til að standa vaktina. Á ylströndinni sé starfsfólkið ekki fastráðið heldur ráðið tímabundið til að sinna eftirliti og viðhaldi. Í mars var ylströndinni lokað vegna tilmæla sóttvarnalæknis og ekki fyrirséð hvenær hægt yrði að leyfa gestum hennar að nýta sér sturtuklefana og pottinn. Þegar sóttvarnalæknir tilkynnti 4. maí að hann hefði mælst til þess við heilbrigðisráðherra að sundlaugar mættu opna 18. maí, reyndist of skammur tími til að manna stöður í Nauthólsvíkinni. Aðstandendur hennar unnu út frá því að hægt yrði í fyrsta lagi að opna ströndina í kringum 15. júní, því hafi verið gerðir samningar við starfsfólk um að hefja störf í júní. Óttar segir að stefnt sé að opnun aðstöðunnar í Nauthólsvík fyrir helgi, verið sé að undirbúa starfsfólk til að taka þar til starfa, meðal annars þarf það að undirgangast skyndihjálparnámskeið. „Við erum ekki að reyna að hafa lokað,“ segir Óttar í samtali við Vísi. Þegar aðstaðan verður opnuð, vonandi fyrir helgina, þá taki sumaropnun gildi, sem þýðir að opið verður alla daga frá tíu á morgnanna til sjö á kvöldin.
Sundlaugar Heilsa Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira