Segir uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 18:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast nýta sér erfiðar efnahagsaðstæður á Suðurnesjum til að slá sig til riddara. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna. Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna.
Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent