Stjarnan slapp með skrekkinn í búningadeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 12:18 Líkt og í þessum leik hafði Stjarnan betur, hér má sjá Stjörnumenn í Jako-búningum frá Namo ehf. Vísir/Andri Marinó Íþróttafélagið Stjarnan þarf ekki að greiða Namo ehf. rétt tæpar þrjár milljónir eftir að ágreiningur kom upp um það hvort íþróttafélaginu bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á íþróttafatnað sem Namo útvegaði. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness. Forsaga málsins er sú að þann 24. febrúar 2015 undirrituðu Stjarnan og Namo ehf. samstarfssamning. Tilgangur samningsins var sá að allir iðkendur Stjörnunnar,í öllum deildum utan knattspyrnudeildar, myndu nota sama félagsgalla, Stjörnugalla frá Jako. Samningurinn var í gildi út nóvember 2017. Stjarnan átti inneign á ári hverju Í samningnum var ákvæði um að Namo myndi árlega útvega Stjörnunni vörur að fjárhæð 14,6 milljónir án endurgjalds. Um var að ræða úttektarheimild sem færð var til inneignar á viðskiptareikning Stjörnunnar hjá Namo. Í lok ársins 2016 kom hins vegar upp ágreiningur um greiðslur fyrir merkingar á þeim búningum sem Namo afhenti samkvæmt samningnum, og hvort kostnaður við merkingar ætti að færast á inneign Stjörnunnar hjá Namo, eða hvort greiða átti sérstaklega fyrir þær, líkt og Namo taldi. Taldi að greiða ætti sérstaklega fyrir númer, nöfn og auglýsingar Namo taldi að Stjörnunni bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á borð við Stjörnumerkið, númer, nöfniðkenda og félagsins, og auglýsingar. Um væri að ræða aukaþjónustu sem staðið hafi fyrir utan umræddan samning, ekkert hafi staðið í samningnum um að slík þjónusta hafi átt að vera endurgjaldslaus. Stjarnan greip til varna í málinu, líkt og hér í leik gegn Selfossi árið 2018.Vísir/Daníel Þór. Stjarnan taldi hins vegar að ekkert mætti finna í samningnum um að félaginu bæri sérstaka skyldu til að greiða sérstaklega fyrir merkingar félagsins á búningana né að tekið væri fram að kostnaður vegna merkinga væri ekki meðal þess sem falli undir skilmála samningsins um að Stjarnan gæti nýtt sér inneign félagsins hjá Namo. Þannig taldi félagið að það hafi greitt fyrir merkingarnar með því að draga á umrædda inneign. Stjörnugalli ekki Stjörnugalli án Stjörnumerkisins Þá hafi umræddur íþróttagalli verið sérstaklega skilgreindur sem Stjörnugallinn í samningum, það er galli með merkingum íþróttafélagsins. Búningur án merkinga félagsins gæti ekki talist Stjörnugalli. Í dómi Héraðsdóms er tekið undir röksemdir Stjörnunnar í málinu. Er þar vísað til þess að í samningnum megi finna ákvæði um Stjörnugallann þar sem fram komi að gallinn sé merktur með merki Stjörnunnar. Þannig hafi verið ljóst að afhenda ætti vörurnar með félagsmerki Stjörnunnar „enda eðli málsins samkvæmt ekki um „Stjörnugalla/félagsgalla“ að ræða nema að merki félagsins komi þar fram,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms. Ekki keppnisbúningur án númers Var aðalkröfu Nemo því hafnað, auk þess sem að varakröfu félagsins um greiðslu upp á 2,1 milljónir var einnig hafnað, en sú krafa byggði á kostnaði við merkingar umræddra galla, að frádregnum kostnaði við merkingu Stjörnumerkisins. Vísaði héraðsdómur meðal annars til þess að í samningnum komi fram að Nemo hafi skuldbundið sig til að útvega keppnisgalla. Samkvæmt reglum HSÍ og KKÍ er skylt að númeramerkja búningana og því hafi Nemo mátt vita að keppnisbúningar þyrftu að vera númeramerktir við afhendingu. Þá leit héraðsdómur svo á að Stjarnan hafi greitt fyrir aðrar merkingar með þeirri inneign sem félagið átti hjá Namo, en félagið átti verulegar upphæðir inni hjá Namo að því er fram kemur í dómi héraðsdóms þegar samningurinn rann út. Var Stjarnan því sýknuð af öllum kröfum Namo, auk þess sem að Namo þarf að greiða Stjörnunni 1,2 milljónir í málskostnað. Dómsmál Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Íþróttafélagið Stjarnan þarf ekki að greiða Namo ehf. rétt tæpar þrjár milljónir eftir að ágreiningur kom upp um það hvort íþróttafélaginu bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á íþróttafatnað sem Namo útvegaði. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness. Forsaga málsins er sú að þann 24. febrúar 2015 undirrituðu Stjarnan og Namo ehf. samstarfssamning. Tilgangur samningsins var sá að allir iðkendur Stjörnunnar,í öllum deildum utan knattspyrnudeildar, myndu nota sama félagsgalla, Stjörnugalla frá Jako. Samningurinn var í gildi út nóvember 2017. Stjarnan átti inneign á ári hverju Í samningnum var ákvæði um að Namo myndi árlega útvega Stjörnunni vörur að fjárhæð 14,6 milljónir án endurgjalds. Um var að ræða úttektarheimild sem færð var til inneignar á viðskiptareikning Stjörnunnar hjá Namo. Í lok ársins 2016 kom hins vegar upp ágreiningur um greiðslur fyrir merkingar á þeim búningum sem Namo afhenti samkvæmt samningnum, og hvort kostnaður við merkingar ætti að færast á inneign Stjörnunnar hjá Namo, eða hvort greiða átti sérstaklega fyrir þær, líkt og Namo taldi. Taldi að greiða ætti sérstaklega fyrir númer, nöfn og auglýsingar Namo taldi að Stjörnunni bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á borð við Stjörnumerkið, númer, nöfniðkenda og félagsins, og auglýsingar. Um væri að ræða aukaþjónustu sem staðið hafi fyrir utan umræddan samning, ekkert hafi staðið í samningnum um að slík þjónusta hafi átt að vera endurgjaldslaus. Stjarnan greip til varna í málinu, líkt og hér í leik gegn Selfossi árið 2018.Vísir/Daníel Þór. Stjarnan taldi hins vegar að ekkert mætti finna í samningnum um að félaginu bæri sérstaka skyldu til að greiða sérstaklega fyrir merkingar félagsins á búningana né að tekið væri fram að kostnaður vegna merkinga væri ekki meðal þess sem falli undir skilmála samningsins um að Stjarnan gæti nýtt sér inneign félagsins hjá Namo. Þannig taldi félagið að það hafi greitt fyrir merkingarnar með því að draga á umrædda inneign. Stjörnugalli ekki Stjörnugalli án Stjörnumerkisins Þá hafi umræddur íþróttagalli verið sérstaklega skilgreindur sem Stjörnugallinn í samningum, það er galli með merkingum íþróttafélagsins. Búningur án merkinga félagsins gæti ekki talist Stjörnugalli. Í dómi Héraðsdóms er tekið undir röksemdir Stjörnunnar í málinu. Er þar vísað til þess að í samningnum megi finna ákvæði um Stjörnugallann þar sem fram komi að gallinn sé merktur með merki Stjörnunnar. Þannig hafi verið ljóst að afhenda ætti vörurnar með félagsmerki Stjörnunnar „enda eðli málsins samkvæmt ekki um „Stjörnugalla/félagsgalla“ að ræða nema að merki félagsins komi þar fram,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms. Ekki keppnisbúningur án númers Var aðalkröfu Nemo því hafnað, auk þess sem að varakröfu félagsins um greiðslu upp á 2,1 milljónir var einnig hafnað, en sú krafa byggði á kostnaði við merkingar umræddra galla, að frádregnum kostnaði við merkingu Stjörnumerkisins. Vísaði héraðsdómur meðal annars til þess að í samningnum komi fram að Nemo hafi skuldbundið sig til að útvega keppnisgalla. Samkvæmt reglum HSÍ og KKÍ er skylt að númeramerkja búningana og því hafi Nemo mátt vita að keppnisbúningar þyrftu að vera númeramerktir við afhendingu. Þá leit héraðsdómur svo á að Stjarnan hafi greitt fyrir aðrar merkingar með þeirri inneign sem félagið átti hjá Namo, en félagið átti verulegar upphæðir inni hjá Namo að því er fram kemur í dómi héraðsdóms þegar samningurinn rann út. Var Stjarnan því sýknuð af öllum kröfum Namo, auk þess sem að Namo þarf að greiða Stjörnunni 1,2 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira