Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. maí 2020 14:30 Fyrirhugað er að bjóða ferðamönnum sem koma til landsins, t.a.m. í gegnum Leifsstöð, að láta skima sig fyrir kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. Til þess að auka afkastagetu þarf að bæta tækjabúnað, mönnun og aðstöðu deildarinnar. Miðað við fyrirliggjandi áætlanir er í fyrsta lagi hægt að auka afkastagetu í 1000 sýni á dag eftir miðjan júlí. Kostnaðurinn við hvert sýni, séu tekin 500 sýni á dag, er tæplega 23 þúsund. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnastjórnin fékk 10 daga til að vega og meta boðaða opnun Íslands fyrir ferðamönnum sem á að eiga sér stað fyrir 15. júní næstkomandi. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Niðurstöður hópsins eru settar fram með þeim fyrirvara að „tími til undirbúnings og framkvæmdar er mjög stuttur og óvissuþættir eru margir.“ Til þess að mögulegt verði að hefja skimun á landamærum fyrir 15. júní þurfi m.a. að hefja „upplýsingatæknivinnu án tafar.“ Framhaldið verður síðan metið að tveimur vikum liðnum. Verkefnastjórnin segir að einn fyrrnefndra óvissuþátta er fjöldi komufarþega á þessum tveimur vikum. Óvissan „gæti stofnað verkefninu í hættu þar sem farið gæti verið fram úr afkastagetu þess og þeim fyrirheitum að taka sýni hjá öllum komufarþegum varpað fyrir róða,“ segir verkefnastjórnin. Ráða við 500 sýni á rúmar 22 þúsund stykkið Sem stendur ráði sýkla- og veirufræðideild Landspítalans við að taka 500 kórónuveirusýni úr ferðamönnum á dag. Verkefnisstjórnin telur að unnt sé að skila niðurstöðum á u.þ.b. 5 klst. frá því síðasta sýni er tekið úr farþegum viðkomandi flugvélar á Keflavíkurflugvelli frá morgni og fram eftir degi. Sýni sem tekin eru eftir klukkan 17 verði greind morguninn eftir, nema mönnun verði aukin. Fyrirséð er að greining sýna frá öðrum landamærastöðvum gæti tekið lengri tíma, sérstaklega ef senda þarf sýnin landshorna á milli. Kostnaður hvers sýnis lækkar með fjölgun sýna. Kostnaður á hvert sýni er áætlaður undir 50 þúsund krónum svo framarlega sem tekin eru fleiri en 107 sýni á dag. Séu tekin 500 sýni á dag kostar hvert þeirra 22.674 krónur, sem hið opinbera mun greiða á prófunartímabilinu. Verkefnastjórnin telur þörf á að huga sérstaklega að birgðastöðu sýnatökusetta en á birgðastöð eru í dag ekki nema tíu þúsund sett. Pantanir hafa verið lagðar inn fyrir rúmlega 50.000 settum en afhendingartími hefur ekki verið staðfestur. Verkefnastjórnin segir jafnframt að til þess að taka fleiri en 500 sýni á dag þurfi að efla sýkla- og veirufræðideildina. Til þess að koma afkastagetunni í 1000 sýni á dag, sem gæti orðið eftir miðjan júlí, þurfi þó að bæta aðstöðu, mönnun og tækjabúnað deildarinnar. Til að mynda þyrfti að kaupa búnað sem áætlað er að kosti 11 milljónir króna. Hvað varðar aðstöðuna í Keflavík þá segir verkefnastjórnin að þar sé pláss til að taka 1000 sýni á dag. Ein vél á klukkustund Skýrsluhöfundar segja að skoða þurfi, í samræmi við væntanlega útgefna afkastagetu sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og áætlaða mönnum, hvort það sé nauðsynlegt að minnka afkastagetu flugvallarins niður í allt að eina lendingu farþegaflugvélar á klukkustund. Miðað við núverandi regluverk og tilskipanir Evrópusambandsins gæti hins vegar orðið vandkvæðum bundið að setja hámark á fjölda komufarþega til landsins, að mati verkefnastjórnarinnar. Það eigi sérstaklega við ef fjöldi flugrekenda mun óska eftir að fljúga til landsins. Þetta þurfi að skoða sérstaklega af hálfu flugmálayfirvalda. Aðstaðan á Keflavíkurflugvelli býður upp á um 1000 sýnatökur á dag.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Nægi greiningargeta sýkla- og veirufræðideildarinnar, mönnun sýnatöku eða aðstaða í Keflavík ekki til að anna eftirspurn farþega eftir að komast til Íslands segja skýrsluhöfundar að þá þurfi að skoða takmarkanir. Til að mynda gæti þurft að girða fyrir framboð flugferða, minnka aðgengi í sýnatöku í stað sóttkvíar eða framkvæma ekki sýnatöku á öllum komufarþegum. Þá eru ótaldar aðrar landamærastöðvar landsins. Verkefnastjórnin horfir sérstaklega til komu Norrænu til Seyðisfjarðar en áætlað er að með ferjunni komi samtals rúmlega 1170 farþegar í þremur ferðum á prófunartímabilinu. Ef þessar bókanir ganga eftir sé viðbúið að gera þurfi sérstakar ráðstafanir varðandi sýnatöku því þessi fjöldi reyni verulega á getu Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Engin skemmtiferðaskip eru væntanleg á þessu tímabili, ekki frekar en farþegaflug til Akureyrar, Egilsstaða eða Reykjavíkur með erlenda farþega. Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala í hlífðarbúnaði.Þorkell Þorkelsson Staða deildarinnar „veikleiki í sóttvörnum“ „Að auki er mikilvægt að líta til þess að ef upp koma hópsýkingar og smit eykst í samfélaginu munu þau sýni hafa forgang fram yfir sýni úr einkennalausum komufarþegum. Aðkoma annarra greiningaraðila er mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna en ekki hefur verið lagt mat á hver sú samanlagða greiningargeta gæti verið,“ segir verkefnastjórnin. Í annarri skýrslu, sem unnin var í aðdraganda yfirlýsinga um að stefnt yrði að opnun landsins, er haft eftir forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að fyrirtækið hafi náð að prófa allt að tvö þúsund manns á dag. Möguleiki væri á að margfalda þá afkastagetu. Fyrirtækið sé reiðubúið að vera stjórnvöldum innan handar við útfærsluna og greiningu. Hvað sem þessu verkefni líður þurfi að styrkja sýkla- og veirufræðideildina að mati verkefnastjórnarinnar. Ráðast þurfi í úrbætur sem geri deildinni kleift að „sinna með fullnægjandi hætti hlutverki sínu sem rannsóknarstofa smitsjúkdóma. Núverandi afkastageta deildarinnar, tækjakostur, aðstaða og mönnun er veikleiki í sóttvörnum og almannavörnum landsins m.t.t. nýrrar bylgju COVID-19 eða faraldra annarra smitsjúkdóma.“ Frávísunarheimildir verði skýrari Þá sé nauðsynlegt að kveða á um í lögum eða reglum um ábyrgð flugrekenda á forskráningu farþega til að fækka smitandi einstaklingum sem gætu komið til landsins, „til að sýnatökuferlið geti gengið hratt og vel fyrir sig og til að auðkenna þá farþega sem framvísa vottorðum eða velja að fara í sóttkví,“ eins og segir í niðurstöðum verkefnastjórnarinnar. Þá þurfi frávísunarheimildir á landamærum að vera skýrar gagnvart þeim sem ekki ætla að hlíta sóttvarnaráðstöfunum. Verkefnastjórnin segir að sama skapi mikilvægt að tryggja framhaldandi verklag um sýnatöku vegna veikinda í landinu, greiningu, smitrakningu, sóttkví og einangrun með því að hafa samhæfingastöð almannavarna og sóttvarna áfram virka til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits. Jafnframt sé upplýsingagjöf til ferðamanna mikilvægur hluti verkefnisins. Bæta þurfi sérstaklega við virkni Rakning C-19 smáforritsins og upplýsingar til ferðamanna í því. Skýrslu starfshópsins má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. Til þess að auka afkastagetu þarf að bæta tækjabúnað, mönnun og aðstöðu deildarinnar. Miðað við fyrirliggjandi áætlanir er í fyrsta lagi hægt að auka afkastagetu í 1000 sýni á dag eftir miðjan júlí. Kostnaðurinn við hvert sýni, séu tekin 500 sýni á dag, er tæplega 23 þúsund. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnastjórnin fékk 10 daga til að vega og meta boðaða opnun Íslands fyrir ferðamönnum sem á að eiga sér stað fyrir 15. júní næstkomandi. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Niðurstöður hópsins eru settar fram með þeim fyrirvara að „tími til undirbúnings og framkvæmdar er mjög stuttur og óvissuþættir eru margir.“ Til þess að mögulegt verði að hefja skimun á landamærum fyrir 15. júní þurfi m.a. að hefja „upplýsingatæknivinnu án tafar.“ Framhaldið verður síðan metið að tveimur vikum liðnum. Verkefnastjórnin segir að einn fyrrnefndra óvissuþátta er fjöldi komufarþega á þessum tveimur vikum. Óvissan „gæti stofnað verkefninu í hættu þar sem farið gæti verið fram úr afkastagetu þess og þeim fyrirheitum að taka sýni hjá öllum komufarþegum varpað fyrir róða,“ segir verkefnastjórnin. Ráða við 500 sýni á rúmar 22 þúsund stykkið Sem stendur ráði sýkla- og veirufræðideild Landspítalans við að taka 500 kórónuveirusýni úr ferðamönnum á dag. Verkefnisstjórnin telur að unnt sé að skila niðurstöðum á u.þ.b. 5 klst. frá því síðasta sýni er tekið úr farþegum viðkomandi flugvélar á Keflavíkurflugvelli frá morgni og fram eftir degi. Sýni sem tekin eru eftir klukkan 17 verði greind morguninn eftir, nema mönnun verði aukin. Fyrirséð er að greining sýna frá öðrum landamærastöðvum gæti tekið lengri tíma, sérstaklega ef senda þarf sýnin landshorna á milli. Kostnaður hvers sýnis lækkar með fjölgun sýna. Kostnaður á hvert sýni er áætlaður undir 50 þúsund krónum svo framarlega sem tekin eru fleiri en 107 sýni á dag. Séu tekin 500 sýni á dag kostar hvert þeirra 22.674 krónur, sem hið opinbera mun greiða á prófunartímabilinu. Verkefnastjórnin telur þörf á að huga sérstaklega að birgðastöðu sýnatökusetta en á birgðastöð eru í dag ekki nema tíu þúsund sett. Pantanir hafa verið lagðar inn fyrir rúmlega 50.000 settum en afhendingartími hefur ekki verið staðfestur. Verkefnastjórnin segir jafnframt að til þess að taka fleiri en 500 sýni á dag þurfi að efla sýkla- og veirufræðideildina. Til þess að koma afkastagetunni í 1000 sýni á dag, sem gæti orðið eftir miðjan júlí, þurfi þó að bæta aðstöðu, mönnun og tækjabúnað deildarinnar. Til að mynda þyrfti að kaupa búnað sem áætlað er að kosti 11 milljónir króna. Hvað varðar aðstöðuna í Keflavík þá segir verkefnastjórnin að þar sé pláss til að taka 1000 sýni á dag. Ein vél á klukkustund Skýrsluhöfundar segja að skoða þurfi, í samræmi við væntanlega útgefna afkastagetu sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og áætlaða mönnum, hvort það sé nauðsynlegt að minnka afkastagetu flugvallarins niður í allt að eina lendingu farþegaflugvélar á klukkustund. Miðað við núverandi regluverk og tilskipanir Evrópusambandsins gæti hins vegar orðið vandkvæðum bundið að setja hámark á fjölda komufarþega til landsins, að mati verkefnastjórnarinnar. Það eigi sérstaklega við ef fjöldi flugrekenda mun óska eftir að fljúga til landsins. Þetta þurfi að skoða sérstaklega af hálfu flugmálayfirvalda. Aðstaðan á Keflavíkurflugvelli býður upp á um 1000 sýnatökur á dag.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Nægi greiningargeta sýkla- og veirufræðideildarinnar, mönnun sýnatöku eða aðstaða í Keflavík ekki til að anna eftirspurn farþega eftir að komast til Íslands segja skýrsluhöfundar að þá þurfi að skoða takmarkanir. Til að mynda gæti þurft að girða fyrir framboð flugferða, minnka aðgengi í sýnatöku í stað sóttkvíar eða framkvæma ekki sýnatöku á öllum komufarþegum. Þá eru ótaldar aðrar landamærastöðvar landsins. Verkefnastjórnin horfir sérstaklega til komu Norrænu til Seyðisfjarðar en áætlað er að með ferjunni komi samtals rúmlega 1170 farþegar í þremur ferðum á prófunartímabilinu. Ef þessar bókanir ganga eftir sé viðbúið að gera þurfi sérstakar ráðstafanir varðandi sýnatöku því þessi fjöldi reyni verulega á getu Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Engin skemmtiferðaskip eru væntanleg á þessu tímabili, ekki frekar en farþegaflug til Akureyrar, Egilsstaða eða Reykjavíkur með erlenda farþega. Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala í hlífðarbúnaði.Þorkell Þorkelsson Staða deildarinnar „veikleiki í sóttvörnum“ „Að auki er mikilvægt að líta til þess að ef upp koma hópsýkingar og smit eykst í samfélaginu munu þau sýni hafa forgang fram yfir sýni úr einkennalausum komufarþegum. Aðkoma annarra greiningaraðila er mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna en ekki hefur verið lagt mat á hver sú samanlagða greiningargeta gæti verið,“ segir verkefnastjórnin. Í annarri skýrslu, sem unnin var í aðdraganda yfirlýsinga um að stefnt yrði að opnun landsins, er haft eftir forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að fyrirtækið hafi náð að prófa allt að tvö þúsund manns á dag. Möguleiki væri á að margfalda þá afkastagetu. Fyrirtækið sé reiðubúið að vera stjórnvöldum innan handar við útfærsluna og greiningu. Hvað sem þessu verkefni líður þurfi að styrkja sýkla- og veirufræðideildina að mati verkefnastjórnarinnar. Ráðast þurfi í úrbætur sem geri deildinni kleift að „sinna með fullnægjandi hætti hlutverki sínu sem rannsóknarstofa smitsjúkdóma. Núverandi afkastageta deildarinnar, tækjakostur, aðstaða og mönnun er veikleiki í sóttvörnum og almannavörnum landsins m.t.t. nýrrar bylgju COVID-19 eða faraldra annarra smitsjúkdóma.“ Frávísunarheimildir verði skýrari Þá sé nauðsynlegt að kveða á um í lögum eða reglum um ábyrgð flugrekenda á forskráningu farþega til að fækka smitandi einstaklingum sem gætu komið til landsins, „til að sýnatökuferlið geti gengið hratt og vel fyrir sig og til að auðkenna þá farþega sem framvísa vottorðum eða velja að fara í sóttkví,“ eins og segir í niðurstöðum verkefnastjórnarinnar. Þá þurfi frávísunarheimildir á landamærum að vera skýrar gagnvart þeim sem ekki ætla að hlíta sóttvarnaráðstöfunum. Verkefnastjórnin segir að sama skapi mikilvægt að tryggja framhaldandi verklag um sýnatöku vegna veikinda í landinu, greiningu, smitrakningu, sóttkví og einangrun með því að hafa samhæfingastöð almannavarna og sóttvarna áfram virka til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits. Jafnframt sé upplýsingagjöf til ferðamanna mikilvægur hluti verkefnisins. Bæta þurfi sérstaklega við virkni Rakning C-19 smáforritsins og upplýsingar til ferðamanna í því. Skýrslu starfshópsins má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira