Mikil vonbrigði að sjóböðin hafi verið rænd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 19:04 Heitu pottarnir við Hauganes hafa verið vel sóttir. facebook/Elvar Reykjalín „Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna að vegna stanslausra næturheimsókna í pottana á Hauganesi með ekki góðri umgengni og ónæði fyrir íbúana neyðist ég til að kæla þá niður kl. 22:00 á hverju kvöldi og hita þá svo upp aftur kl. 9:00 á morgnanna,“ skrifar Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi heitu pottanna í Sandvíkurfjöru við Hauganes í færslu á Facebook í dag. Óprúttnir gestir gripu í tómt í nótt þegar þeir gripu til þess að ræna úr peningakassa sem settur hefur verið upp við böðin en þjófarnir náðust á öryggismyndavél við pottana. „Hann náðist á eftirlitsmyndavél eða þetta par. Daman var á verði í pottinum á meðan gaurinn fór þarna undir þak þar sem kassinn er og braut hann upp en hefur örugglega orðið fyrir miklum vonbrigðum því að það er nú aldrei mikið í þessum kassa, það er nú bara svoleiðis,“ segir Elvar í samtali við fréttastofu. Hann segir það mikil vonbrigði að gestirnir hafi sýnt svo litla virðingu en segir þá vonbrigði þjófanna væntanlega hafa verið mikil þegar hann hafi litið „það skítti sem var í kassanum,“ enda borgi aðeins um 40% þennan „litla 500 kall“ sem kostar í böðin. „Ég trúi á heiðarleika fólks og vil sem allra lengst trúa því að fólk sé bara gott og heiðarlegt og borgi þetta lítilræði fyrir þessa frábæru aðstöðu sem er búið að skapa af því að þetta er búið að kosta mikla vinnu og mikinn pening en það veldur manni ansi miklum vonbrigðum þessir sem ganga bæði illa um og sýna enga virðingu fyrir þessu eða öðru góðu fólki sem að er náttúrulega í meirihluta að mæta þarna,“ segir Elvar. „Manni sárnar alveg afskaplega mikið, ég tala nú ekki um þegar það er ekki eins og þetta par, það nýtur þess að fara í pottana og það borgar ekki en rænir svo þessum litla peningi sem er kominn í kassann. Þetta er glatað.“ Hann segir það nokkrum sinnum hafa komið upp að kassinn hafi verið rændur. „Fyrst ætlaði ég ekki að setja upp neinar eftirlitsmyndavélar, ætlaði bara að láta þetta hafa sinn gang og ég trúði því að fólk myndi ekki standa í svona löguðu en svo neyddist ég til þess og það sýnir sig bara að það er nauðsynlegt. Þar sem maður býður upp á eitthvað þar sem kemur fjölmenni þá bara verður að hafa eftirlit, líka upp á öryggið ef eitthvað kemur fyrir. Við böðin er skilti sem segir að eftirlitsmyndavélar séu á staðnum. Hann segir aðkomuna í morgun hafa verið ágæta en bjórdósir hafi verið skildar eftir og annað rusl. „Það var ekkert stórvægilegt en það sýnir sig bara að ég hef uppi skilti sem segir að pottarnir séu opnir til tíu á kvöldin en ég hef gefið fólk leyfi ef það hringir í mig og það fær leyfi ef einhver ber ábyrgð á hópnum. Margt fólk sem er þarna eftir tíu hefur fengið leyfi og allt í fína með það en það er allt of margt sem er farið að hrúgast þarna í hópum bara til að drekka og sóða út.“ „Eina leiðin til að losna við það er að ég er að fara að láta renna bara kalt vatn í pottinn klukkan tíu á kvöldin.“ Málið er komið í hendur lögreglu. „Þetta er gamla sagan, það eru svona fáir sem virða ekkert og eyðileggja þá fyrir öllum hinum sem eru bara almennilegir. Þetta er sorglegt.“ „Ég vil þakka öllu þessu góða og heiðarlega fólki sem kemur og ég veit fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldur og vinir sem eru saman í pottunum, í sandinum að leika sér og synda í sjónum. Það gleður mig alveg afskaplega mikið að sjá svoleiðis. Því sárara er þegar örfáir einstaklingar skemma svona fyrir okkur og öllum hinum. Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl. 24. maí 2020 22:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
„Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna að vegna stanslausra næturheimsókna í pottana á Hauganesi með ekki góðri umgengni og ónæði fyrir íbúana neyðist ég til að kæla þá niður kl. 22:00 á hverju kvöldi og hita þá svo upp aftur kl. 9:00 á morgnanna,“ skrifar Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi heitu pottanna í Sandvíkurfjöru við Hauganes í færslu á Facebook í dag. Óprúttnir gestir gripu í tómt í nótt þegar þeir gripu til þess að ræna úr peningakassa sem settur hefur verið upp við böðin en þjófarnir náðust á öryggismyndavél við pottana. „Hann náðist á eftirlitsmyndavél eða þetta par. Daman var á verði í pottinum á meðan gaurinn fór þarna undir þak þar sem kassinn er og braut hann upp en hefur örugglega orðið fyrir miklum vonbrigðum því að það er nú aldrei mikið í þessum kassa, það er nú bara svoleiðis,“ segir Elvar í samtali við fréttastofu. Hann segir það mikil vonbrigði að gestirnir hafi sýnt svo litla virðingu en segir þá vonbrigði þjófanna væntanlega hafa verið mikil þegar hann hafi litið „það skítti sem var í kassanum,“ enda borgi aðeins um 40% þennan „litla 500 kall“ sem kostar í böðin. „Ég trúi á heiðarleika fólks og vil sem allra lengst trúa því að fólk sé bara gott og heiðarlegt og borgi þetta lítilræði fyrir þessa frábæru aðstöðu sem er búið að skapa af því að þetta er búið að kosta mikla vinnu og mikinn pening en það veldur manni ansi miklum vonbrigðum þessir sem ganga bæði illa um og sýna enga virðingu fyrir þessu eða öðru góðu fólki sem að er náttúrulega í meirihluta að mæta þarna,“ segir Elvar. „Manni sárnar alveg afskaplega mikið, ég tala nú ekki um þegar það er ekki eins og þetta par, það nýtur þess að fara í pottana og það borgar ekki en rænir svo þessum litla peningi sem er kominn í kassann. Þetta er glatað.“ Hann segir það nokkrum sinnum hafa komið upp að kassinn hafi verið rændur. „Fyrst ætlaði ég ekki að setja upp neinar eftirlitsmyndavélar, ætlaði bara að láta þetta hafa sinn gang og ég trúði því að fólk myndi ekki standa í svona löguðu en svo neyddist ég til þess og það sýnir sig bara að það er nauðsynlegt. Þar sem maður býður upp á eitthvað þar sem kemur fjölmenni þá bara verður að hafa eftirlit, líka upp á öryggið ef eitthvað kemur fyrir. Við böðin er skilti sem segir að eftirlitsmyndavélar séu á staðnum. Hann segir aðkomuna í morgun hafa verið ágæta en bjórdósir hafi verið skildar eftir og annað rusl. „Það var ekkert stórvægilegt en það sýnir sig bara að ég hef uppi skilti sem segir að pottarnir séu opnir til tíu á kvöldin en ég hef gefið fólk leyfi ef það hringir í mig og það fær leyfi ef einhver ber ábyrgð á hópnum. Margt fólk sem er þarna eftir tíu hefur fengið leyfi og allt í fína með það en það er allt of margt sem er farið að hrúgast þarna í hópum bara til að drekka og sóða út.“ „Eina leiðin til að losna við það er að ég er að fara að láta renna bara kalt vatn í pottinn klukkan tíu á kvöldin.“ Málið er komið í hendur lögreglu. „Þetta er gamla sagan, það eru svona fáir sem virða ekkert og eyðileggja þá fyrir öllum hinum sem eru bara almennilegir. Þetta er sorglegt.“ „Ég vil þakka öllu þessu góða og heiðarlega fólki sem kemur og ég veit fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldur og vinir sem eru saman í pottunum, í sandinum að leika sér og synda í sjónum. Það gleður mig alveg afskaplega mikið að sjá svoleiðis. Því sárara er þegar örfáir einstaklingar skemma svona fyrir okkur og öllum hinum.
Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl. 24. maí 2020 22:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl. 24. maí 2020 22:00